Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Síða 45

Vinnan - 01.09.1946, Síða 45
EGGERT ÞORBJAR9ÍARSOIV: Skærnlternaðuríim 1942 Ársins 1942 mun aff líkindum lengi verða minnzt sem eins hins merkasta í sögu íslenzkrar verkalýðs- hreyfingar. Ber þar einkum tvennt til: skæruhernaður verkamanna um sumarið og 17. þing Alþýðusambands íslands þá um haustið. Hér verður engin tilraun gerð til þess að rita sögu skæruhernaðarins. Til þess þarf mikinn tíma og mörg gögn að athuga, svo fjölbreytt og umfangsríkt sem þessi barátta var. Hins vegar væri verkalýðshreyfing- unni það óefað mikill fengur, að menn, er hefðu kunn- ugleika til og tíma, tækju sér fyrir hendur að vinna að þeirri sögu. Hér verður aðeins getið nokkurra atriða og stiklað á stóru. ☆ Sú breyting gerðist á högum íslenzkra verkamanna laust eftir hernám landsins vorið 1940, að atvinnuleysið hvarf. Þær orsakir lágu aðallega til þessa, að ísland varð veigamikið útflutningsland fyrir markaði banda- manna, við hækkandi verði á íslenzkum útflutnings- afurðum og að setuliðið réði til sín þúsundir íslenzkra verkamanna og starfsfólks í vinnu. Þessi breyting risti dýpra en menn almennt gerðu sér þá þegar grein fyrir. En eitt greinilegasta einkenni hennar var það, að skyndilega var farið að leggja ann- an mælikvarða á gildi vinnuafls vinnandi stéttanna en áður var. Vinnuaflið varð eftirsótt vara, hin dýrmæt- asta, sú, sem sízt af öllu varð án verið, en um áratugi hafði vinnuafli þúsunda starfsfúsra launþega verið kastað á glæ. En þetta var aðeins önnur hlið málsins. Atvinnurek- endum varð nú ljósar en nokkru sinni fyrr, hvílíkum óhemju gróða var hægt að raka saman með nýtingu vinnuaflsins. Þeir sáu fram á gífurlegri auðsöfnunar- möguleika en þeir höfðu nokkru sinni komizt í færi við. En til þess að nýta tækifærið sem bezt og fá sem minnst skarð höggvið í væntanlcgan gróða sinn, töldu þeir sér nauðsynlegt að sporna við því, að vinnuaflið yrði greitt hækkuðu verði. Þessi hugsunarháttur var aflfjöðrin í athöfnum þeirra og þeirrar ríkisstjórnar, er tók að sér að varð- veita hagsmuni þeirra gagnvart verkalýðnum. Skæru- hernaðurinn verður ekki skilinn til hlítar nema menn minnist þessa grundvallaratriðis í viðskiptum stéttanna árið 1942. ☆ það fyrir rétti, að þessi eða hinn verkamaðurinn hefði hótað að drepa lögregluna og einstaka bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Flestir hinna ákærðu neituðu hins vegar að svara spurningum rannsóknardómarans. Dómur undirréttar féll 16. maí 1933 og voru þrír hinna ákærðu sýknaðir, þeir Sigurður Ólafsson, Sigur- jón Á. Ólafsson og Torfi Þorbjörnsson, allir hinir voru dæmdir í lengri eða skemmri fangelsi. Dómum þessum var skotið til hæstaréttar og þyngdi hæstiréttur yfirleitt refsingu hinna ákærðu. Dómur hæstaréttar var þannig: Þorsteinn Pétursson var dæmdur í 6 mánaða fangelsi, Guðjón Benediktsson og Haukur Björnsson 5 mánaða fangelsi, Einar Olgeirsson, Brynjólfur Bjarna- son, Gunnar Benediktsson, Hjaíti Árnason og Stefán Pétursson 4 mánaða fangelsi, Tens Figved 3 mánaða fangelsi, Erlingur Klemensson 60 daga, Adolf Petersen, Jafet Ottósson og Halldór Kristmundsson 50 daga, Hjörtur B. Helgason, Indíana Garíbaldadóttir, Matthías Guðbjartsson, Runólfur Sigurðsson, Þóroddur Þórodds- son, Jón Guðjónsson, Guðni Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson, 30 daga fangelsi. Dómarnir voru allir óskil- orðsbundnir, að þremur undanteknum. Dómar þessir mæltust mjög illa fyrir meðal almenn- ings og voru almennt taldir stéttardómar af verstu teg- und. Var þegar hafin barátta fyrir sakaruppgjöf til handa hinum dómfelldu og gengust menn af öllum stétt- um og flokkum fyrir því að skora á ríkisstjórnina að veita sakaruppgjöfina og láta málið þar með niður falla. Þúsundir manna rituðu undir slíka áskorun til ríkis- stjórnarinnar og 15. júlí 1935 var hinum dómfelldu veitt skilorðsbundin náðun. 9. nóvember 1932 sýndi verkalýður Reykjavíkur, að hann lætur ekki þegjandi og hljóðalaust beita sig kúgun og ofbeldi, og íslenzka borgarastéttin mun lengi minnast þessa dags, þegar verkalýðurinn sýndi það svo áþreifan- lega, að það er hann, sem er afl þeirra hluta, sem gera skal. VINNAN 235
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.