Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Side 46

Vinnan - 01.09.1946, Side 46
Eggert Þorbjarnarson Fram að árinu 1942 hafði grunnkaup íslenzkra laun- þega verið mestmegnis óbreytt frá stríðsbyrjun. Enda voru á haustþinginu 1939 sett lög, sem fyrirmunuðu verkalýðsfélögum að bæta kjör meðlima sinna. Sömu- leiðis var ákveðið, að dýrtíðaruppbót á grunnlaun skyldi ekki framkvæmd nema á þriggja mánaða fresti og þá aðeins um 50—80% af verðlagshækkuninni. Vegna hinnar vaxandi dýrtíðai fór raunverulegt kaup því lækkandi. Samtímis jukust innstæður bankanna um tugi millj- óna og áætlað var, að hreinn gróði togaraeigenda frá stríðsbyrjun og fram til ársloka 1940 hefði numið um 40 milljónum króna. Oánægja verkafólks með þetta ástand jókst og magn- aðist. Um áramótin 1941—1942 sögðu járniðnaðar- menn, rafvirkjar, skipasmiðir, prentarar og bókbind- arar upp samningum og 2. janúar. 1942 hófu öll þessi félög verkföll. Dagsbrún og Hlíf, tvö stærstu félögin, stóðu hins vegar utan við þessar kaupdeilur. Nokkrum dögum síðar gaf þióðstjórnin svonefnda út bráðabirgðalög, en samkvæmt þeim var settur á fót hinn alræmdi gerðardómur í kaupgjalds- og verðlags- málum. Lög þessi bönnuðu allar grunnkaupshækkanir á árinu nema til samræmingar. 011 verkföll til breytinga á kaupi og kjörum voru bönnuð. Með þessu voru hin nýbyrjuðu verkföll lýst „ólögleg“. Til þess að mæta þessum nýju aðstæðum aflýstu áðurnefnd félög verkföllum sínum, en enginn meðlimur þeirra mætti til vinnu. Þessi baráttuaðferð var bending um það, er síðar varð: hinn víðtæka skæruhernað. Deilur þessar stóðu í nokkrar vikur. Þeim lauk í flest- um tilfellum með sigri verkamanna, og kjarabótum, en tvö þessara félaga, prentarafélagið og rafvirkjafélagið viðurkenndu aldrei gerðardóminn. í rauninni snerust þessi verkföll upp í baráttu verkalýðsins gegn gerðar- dómslögunum og brutu verulegt skarð í þau. í kjölfar janúarverkfallanna fór óánægja launþega yfir kaupi og kjörum hraðvaxandi. Víða fóru atvinnu- rekendur að greiða hærra kaup og menn skiptu iðulega um vinnustaði eftir því hvar bezt var borgað. Öánægj- unnar gætti ekki hvað sízt hjá hafnarverkamönnum í Reykjavík, sem urðu að vinna óhæfilega langan og heilsuspillandi vinnutíma fyrir sama grunnkaup og gilt hafði fyrir stríð. Miðvikudaginn 10. júní gerðist svo sá atburður, að Eimskipafélag Islands bað sem oftar um leyfi Dags- brúnar til að láta vinna næturvinnu eftir kl. 10 um kvöldið. Dagsbrún leyfði það með nokkrum skilyrðum, sem Eimskipafélagið gekk ekki að. Dagsbrúnarmenn hættu því vinnu kl. 10, en þá voru erlendir hermenn látnir halda áfram vinnu þeirra. Tiltæki þetta vakti mikla undrun og gremju meðal verkamanna og alls almennings. Daginn eftir mætti enginn íslenzkur verkamaður til vinnu hjá Eimskip, án þess þó að nein félagssamþykkt eða fyrirskipun hefði til komið. Stjórn Eimskipafélags- ins ritaði Dagsbrún bréf, þar sem þess var krafizt, að stjórn Dagsbrúnar skfpaði verkamönnum að hverfa aftur til vinnu sinnar og hætta „verkfallinu“. Dagsbrún svaraði því til, að félagið hefði ekki gefið nein fyrir- mæli um neitt verkfall og teldi því kröfu Eimskipafé- lagsins sér óviðkomandi. Fór nú nefnd hafnarverkamanna á fund forstjóra Eimskipafélagsins og lagði fram kröfur sínar. Féllust þeir á að gefa stjórn Eimskipafélagsins nokkurra daga frest til að taka afstöðu til kraínanna og hófu vinnu á ný. A meðan héldu blöð atvinnurekenda uppi látlausum árásum á verkamenn. Sagði Vísir m. a., að „verkfall það, er hér um ræðir, væri uppreist gegn ríkisvaldinu, — hrein lagaleysa og ekkert annað“, og hótaði með beitingu ríkisvaldsins. Morgunblaðið taldi „verkfallinu“ beint gegn hernum og var það ein hin lúalegasta tilraun atvinnurekenda til þess að efna til misklíðar milli verkalýðssamtakanna og hins erlenda hers, er sat í landinu. Þann 16. júní ritaði stjórn Vinnuveitendafélags Is- lands bréf til Dagsbrúnar, þar sem þess var krafizt, að stjórn Dagsbrúnar brýndi fyrir hafnarverkamönnum, að hún myndi leggja til, að þeir vrðu reknir úr félaginu, ef þeir héldu áfram uppteknum hætti. Þetta var í raun- inni krafa um, að um 300 verkamenn yrðu reknir úr Dagsbrún. Stjórn Dagsbrúnar svaraði á þá lund, að hún teldi, að hvorki hún né Vinnuveitendafélagið væri aðili að deilunni. Eimskipafélagið gekk ekki að kröfum hafnarverka- manna og hættu þeir því vinnu aftur. Enginn verka- maður fékkst til þess að ganga í vinnu þeirra. Meira að segja fékkst enginn Islendingur til að skrá vörur 236 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.