Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Síða 54

Vinnan - 01.09.1946, Síða 54
ÞRÁINN: V elger ðamaðnr þjóðarlnnar í lífl og danða Hann fann, hve nauða ómerkilegur hann var hér í lífinu og ákvað að verða heildsali. Síðustu peningarnir, sem hann átti í veskinu, fóru til þess að kaupa verzlunarleyfi. •— Það var dýrt — þrjú hundruð krónur. — En eitthvað verður að leggja í sölurnar, þegar maður ætlar að verða stórkaupmaður. Næst fór hann til bankastjóra og stóreignamanna og sagði: „Ég hef lesið mér til um þetta á kvöldin. Þó ég sé ekki skólagenginn, þá er ég farinn að hafa töluvert inngrip í þetta, og mér finnst það köllun mín að auka þarfir fólksins, því að með auknum þörfum eykst allt: Iðnaður í landinu — neyzlan og menningin, en allt þetta skapar vinnu fyrir land og lýð.“ Bankastjórarnir og stóreignamennirnir hneigðu sig í auðmýkt og sögðu: „Þetta er lifandi maður með fram- tak og hugsjónir.“ Og þeir veittu honum aflanga uppá- kjörinn fyrsti forseti sambandsins og átti sæti í sam- bandsstjórn til ársins 1926. Hann var einn af stofnendum Kommúnistaflokks Is- lands og sat í stjórn hans til ársins 1933 og er virkur félagi í Sósíalistaflokknum. Arið 1896 kvæntist hann Caroline Siemsen. Þau hafa eignazt 5 börn, sem öll eru á lífi. Frú Caroline er fædd í Keflavík 23. des. 1875, dóttir Hendriks Siemsen kaupmanns og konu hans, Margrethe Siemsen. Þegar Caroline var á 2. ári, fluttust foreldrar hennar til Reykjavíkur og hefur hún búið þar síðan. Um tíma stundaði hún fiskvinnu og tók mikinn þátt í undirbúningi og stofnun stéttarfélags þeirra kvenna, sem við verkun unnu. Hún var fjöldamörg ár í stjórn Verkmannafélagsins Framsóknar og sat oft á þingum Alþýðusambands Islands, sem fulltrúi Framsóknar. — Hún stofnaði verkakvennafélagið Framsókn í Hafnar- firði og fyrsta verkakvennafélagið í Vestmannaeyjum. Hún hefur frá fyrstu tíð tekið virkan þátt í stjórnmála- baráttu verkalýðsins, fyrst í Alþýðuflokknum og nú í Sósíalistaflokknum. Fyrr á árum tók hún einnig þátt í kvenfrelsisbaráttunni. Þau hjón voru líka um marga áratugi framarlega í starfsemi Góðtemplara. ritaða seðla, sem nefndust víxlar. En þessa víxla seldi hann svo fyrir offjár, heima og erlendis. Svo fór hann að kaupa. Áður en hann fór að kaupa gekk hann samt heilan dag úti til þess að vita, hvað fólkið vantaði mest, en það hlaut einnig að vera það, sem væri bezt. Hann var í fyrstu ekki alveg á hreinu með, hvernig hann ætti að finna það, því að hann hafði kannske aldrei séð það, sem væri bezt. Svo skrifaði hann niður í vasabók: „Það sem oss vantar af því ,,bezta“, sem ég sé:“ Þá horfði hann yfir þúsundirnar á götunni og skrif- aði. Hann lýsti fallegustu klæðnuðunum — fallegustu far- artækjunum — fallegustu húsunum, hann fór jafnvel inn í þau og sagði: „Má ég kynna mér innréttingu á þessu húsi — hún er til fyrirmyndar.“ Allir brostu á móti honum og sýndu honum jafnvel hjónarúmin, því að það er gaman að vera til fyrir- myndar. Hann tók líka ofan fyrir fallegustu stúlkunum og spurði: „Hvernig farið þér að því að vera svona yndis- legar?“ Þær roðnuðu og héldu, að hann væri að slá þeim gullhamra, en við nánari spurningar sáu þær, að hann mundi vera blaðamaður og sögðu honum allt af létta, því að það er líka gaman að láta viðtal við sig koma í blöðunum. Þegar hann hafði fengið efnilega menn með meðmæl- um í skrifstofur sínar, fóru stórar vörusendingar af hinu „bezta“ að berast, bæði heiman að og erlendis frá. Svo komu kaupmennirnir eins og mýgrútur — allir vildu þeir náttúrlega hið „bezta“ — þess vegna fóru peningarnir líka að velta að, og eftir nokkra mánuði hafði hann hengt stórt skilti yfir skrifborð sitt, sem á var letrað skýrum stöfum: „Láttu fjármagn þitt ætíð skapa nýtt fjármagn til blessunar fyrir land og lýð!“ Jafnvel biskupinn kom til þess að sjá þetta skilti, en það var líka gert af mesta listamanni landsins í þeirri grein. Það stóð fyrir dyrum, að hann færi af landi burt. 011 þjóðin vildi fá hann sem fulltrúa sinn erlendis. — 244 VINNAN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.