Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Page 55

Vinnan - 01.09.1946, Page 55
í rahurastofimni „Og þegar þarfir þjóðarinnar og mestu manna hennar fara saman, þá er vel farið,“ sagði einn ráðherrann í ræðunni í samsætinu, þegar hann var kvaddur. Það var mikil blessun fyrir landið að eignast þennan fulltrúa erlendis — því að eins og hann hafði pantað allt hið „bezta“, þá sendi hann nú heim allt hið „bezta“, og ekki hélt hann síður á málum þjóðar sinnar, því að hann tók vingjarnlega á móti öllum landsmönnum sín- um, og stórblöðin erlendis töluðu um „virðulega fram- komu og persónuleik fulltrúa þjóðarinnar“. Allir fyllt- ust stolti og stóðu nær því með tárin í augunum, þegar þeir lásu umsagnir þessara erlendu blaða. „Hann er af alþýðunni,“ sögðu verkamenn og verka- konur. „Hann var alltaf góður Oddfellowi,“ hugsuðu stór- kaupmennirnir. En ráðherrarnir hugsuðu ekki svona, þeir voru bara hálffegnir yfir því, að hann skyldi vera úti, því að þeir vildu gjarnan halda stöðunum dálítið lengur. Enginn veit sín örlög, það gerði hann ekki heldur. „. . . Hann lét í rauninni lífið fyrir föðurlandið,“ sagði eitt stórblaðið, „því að hann hefði aldrei orðið ---------------------------------------- EINN EINARR: PASSÍUSÁLMUR nr. 52 (með moderne réttritun) í bjóluhverfinu stendur beltislaus maður í varpa og þangað ekur í austin sigldur kvartett úr söngfélaginu harpa það er dumbungsveður og dimmt yfir fljótshlíðinni þetta er gamall maður með grdtt skegg og gat á burunni sinni og stúlka með filmbros á vör segir við mig: hvernig fer maðurinn að því að halda buxunum upp um sig? v________________________________________/ fyrir þessu áfalli á leiðinni út á járnbrautarstöðina, hefði hann ekki þurft að fara á „Allra bezta Markað- inn“ (All The Best Fair) einmitt á þessari mínútu til þess að velja allt hið bezta fyrir oss.“ Skáld verkalýðsins minntust hans sem „Meiðsins, er vaxið hefði upp úr hinni frjóu mold lágstéttanna.“ Borgarablöðin töluðu um „lífsævintýri blaðsölu- drengsins“, — en öllum kom saman um, að gjörvöll þjóðin mætti nú, fremur en nokkru sinni áður, drúpa höfði og harma. Jarðneskar leifar hans komu til landsins með flugvél, sem flaug þúsund kílómetra á sekúndu. „Það var eins og forsjón Hans hafi séð svo til, að nýja dómkirkjan okkar átti að vígjast einmitt sama dag og jarðneskar leifar hans voru til moldar bornar — og hvað gat verið smekklegra og viðkunnanlegra en að bogar hennar og þök hvelfdust yfir þennan mikla vel- gjörðamann þjóðarinnar í fyrsta og hinzta sinn?“ sagði biskupinn í líkræðunni. Svo fylgdi mannfjöldinn honum í garðinn utan við kirkjuna, þar sem hann var grafinn á kostnað þjóðar- innar. VINNAN 245

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.