Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Síða 62

Vinnan - 01.09.1946, Síða 62
margir); tók magister Brynjólfur í fyrstu nokkuö að að tala við Bjelke um, að íslenzkir vildu ei gjarnan svo sleppa frá sér öllum privilegiis í annarra hendur, hvar til Bjelke ei öðru svaraði en benti honum til þeirra er Krintzen gerðu (soldátanna), og spurði, hvort hann sæi þessa.“ Minnisstæður verður íslendingum Árni lögmaður Oddsson, þar sem hann stendur í Kópavogi, sjötugur að aldri. Hafði hann um full þrjátíu ár verið fyrirsvars- maður alþingis og hrundið frá landsmönnum ýmsum yfirgangi konungsvaldsins. Svo segja heimildir, að hann hafi lengi dags neitað að rita undir hyllingarskj alið, en þar kom þó um síðir, að hann beygði sig fyrir of- beldinu og ritaði nafn sitt undir grátandi. Eftir að fyrir- svarsmenn Islendinga höfðu verið kúgaðir til að gang- ast undir réttindaafsalið í Kópavogi, var hátíð mikil meðal hinna dönsku konungsþjóna. „Og að þessum eiðum unnum og aflögðum, gerði lénsherrann, herra Henrik Bjelke, heiðarlegt gestaboð og sæmilega veizlu öllum þar saman komnum og stóð hún fram á nótt með trómetum, fiólum og bumbum. Fallstykkjum var þar og skotið, þremur í einu, og svo á kóngsins skipi, sem lá í Seilunni. Racetter og fyrværk gekk þar þá nótt, svo undrum gegndi.“ Skúli Magnússon og samherji hans, Jón Eiríksson, unnu íslandi allt það gagn er þeir máttu. Svo virtist að vísu um skeið, sem ævistarf þeirra væri að miklu leyti unnið fyrir gíg. En um þessa frumherja umbótabarátt- unnar á síðari tímum, má hafa orð Þorsteins Erlings- sonar: Og oft hefur frægasta foringjans blóð á fjöllunum klappirnar skolað, en það hefur örvað og eggjað hans þjóð, því alltaf varð greiðara þar sem hann stóð. Það blóð hefur blágrýtið holað.“ Svo kom Eggert Olafsson, skáldið og náttúrufræðing- urinn. Hann varð allra manna kunnugastur Islandi, náttúru þess og þjóðlífi. Ást hans á föðurlandi sínu var fölskvalaus og sönn. Hann átti þá staðföstu vissu, að ísland byggi yfir gnótt gæða og ætti bjarta framtíð fyrir höndum. Mesta og dýrmætasta gjöf Eggerts til handa Islendingum, mikilvægasti boðskapurinn, sem hann flutti þeim, var trúin á landið og þjóðina. Því lýsir hann vel í kvæðinu Mánamál, þar sem hann sér ókomna tímann í hillingum: Koma munu læknar þeir er landsmenn bæta geðbresti, bæta siðbresti, landstjórn bæta, byggja kunnustur og veglegt bóka vit. Skulu kaupferðir í kjör fallast og vaxa velmegin, springa munu blómstur á bæjartré, göfgu munu þá fjölga fræi. Þá munu lögkænir að Lögbergi deila vakti dóm, ætlanar •— menn, orðsnillingar hreinni tungu tala. Eftir aldamótin 1800 fengu íslendingar fágæta og ógleymanlega heimsókn frá Danmörku. Hingað kom málsnillingurinn heimsfrægi Rasmus Kristján Rask. At- hyglisverð og harla merkileg eru orð þau, sem Rask skrifar vini sínum, Bjarna amtmanni Þorsteinssyni, og næsta furðulegt að svo mæli danskur maður í upphafi 19. aldar: „Meira verk mundi ég vinna og frásagnarverðara, eða að minnsta kosti hafa vilja til að vinna, ef ég vissi að það væri mögulegt. Þá skyldu þeir lýðir lögum ráða, er útskaga áður um byggðu, og glaður mundi ég fram gefa líf mitt, ef það yrði Fróni til frelsis, því frelsið tel ég Islandi þarfasta gjöf.“ Svo kvað Þorsteinn Erlingsson: Þú komst þegar Fróni reið allra mest á, er aflvana synir þess stóðu og myrkviðrin umliðnu öldunum frá þar eldgömlu skýjunum hlóðu, en hamingja Islands þá eygði þig hjá þeim árstjömum fyrstar sem glóðu; og þaðan vér áttum þann fögnuð að fá, sem fæst hefur komið af góðu. Því fátt er frá Dönum, sem gæfan oss gaf, og glöggt er það enn, hvað þeir vilja. Það blóð, sem þeir þjóð vorri út sugu af, það orkar ei tíðin að hylja: svo tókst þeim að meiða’ hana meðan hún svaf og mjög vel að hnupla og dylja; og greiðlega rit vor þeir ginntu um haf —• það gengur allt lakar að skilja. Hví mundi þó ísland ei minnast á hann, sem meira en flestir því unni, sem hvatti þess drengi, sem drengur því vann og dugði því allt hvað hann kunni, og hjálpaði að reisa við helgidóm þann, sem hruninn var niður að grunni. Því lætur það börnin sín blessa þann mann og bera sér nafn hans á munni.“ Þrátt fyrir margs konar óáran og erfiðleika í lok 18. aldarinnar og við upphaf hinnar 19., fór trú manna 252 VINNAN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.