Vinnan - 01.09.1946, Side 63
smám saman vaxandi á gæði landsins og afkomumögu-
leika þjóSarinnar. AS MóSuharSindunum nýliSnum
samdi Hannes biskup Finnsson merka ritgerS er hann
nefndi: „Um mannfækkun af hallærum.“ Þar segir svo:
AS á íslandi hafi hungur og hallæri oft aS höndum
boriS, þarf eigi kynlegt þykja, þar sem mörg betri lönd
hefur einatt sama hent, þó sýnast mætti aS þeirra milda
loft, frjósemi, ríkidæmi og hæga kauphöndlan myndi
varna þeim viS því. En þó Island sé hallærasamt þá er
þaS samt eigi óbyggjandi. Þau góSu árin eru miklu
fleiri en þau hörSu. Líka og þó á vorri tíS hafi áfalliS
stórharSindi, þá hafa forfeSur vorir, hverja oss er svo
tamt aS prísa miklu sælli en vér erum, haft engu minni
né færri harSæri aS reyna. Hefur landiS þó þess á milli
oftast náS sér aftur, fætt sín börn og framleitt margan
merkismann, gott verkfæri í guSs hendi, þarft og farsælt
þessa heims, en síSan fullsælt í hinum betra.“
Fremsti áhrifamaSur landsins í upphafi 19. aldar var
Magnús Stephensen. Undir sterkum áhrifum stjórnar-
byltingarinnar miklu í Frakklandi orti hann kvæSiS
„íslands glaSværS“. Þar komst Magnús aS þeirri niSur-
stöSu, aS einveldi sé hin argasta áþján og dragbítur
allra framfara, ísland skorti meira frelsi, því sé lífs-
nauSsyn aS fá aukiS forræSi um eigin mál. Magnús
kemst svo aS orSi:
Lúðrandi kóngar J)á lerkaðir dratta,
læra hjá Frönskunum manneskjurétt,
heima í borgum sjá hentara að snatta
en hlutast um annarra stjórnarlög sett.
Réttsýni, vizka nú frjóvgi og friSur,
farsæla Danmörk, þitt veldi og lönd.
Er sá vor óvinur ekki sem biður:
Isalands hrökkvi öll haturleg bönd.
Svo kom Baldvin Einarsson, maSurinn sem á traust-
um grundvelli hóf sjálfstjórnarbaráttuna, barSist fyrir
endurreisn Alþingis og umsköpun atvinnuveganna. En
Baldvin hneig aS velli fyrir örlög fram. Bjarni Thorar-
ensen hóf aS kveSa eftir hann minningarljóS, en lauk
aSeins viS fyrsta stefiS:
íslands
óhamingju
verður allt að vopni;
eldur úr iðrum þess,
ár úr f jöllum,
breiðum byggðum eyða.
En nú voru þeir tímar liSnir, aS íslands óhamingju
yrSi allt aS vopni. MerkiS stóS, þótt maSurinn félli.
Tveimur árum eftir aS Baldvin hneig í valinn hóf Fjöln-
ir göngu sína. Og Fjölnir var ekki myrkur í máli, hvorki
um stjórnarfariS né önnur efni. Fjölnismenn sáu glögg-
lega, hvert niSurdrep ófrelsiS hafSi orSiS íslenzku
þjóSinni öldum saman. Um þaS efni farast þeim svo
orS:
„Enn er aS telja þær óhamingjur, sem af því hafa
risiS, aS þjóSin hætti sjálf aS hafa afskipti af stjórn-
inni í landinu. Öll kunnátta og lærdómur kulnaSi út,
ófrelsi og kúgun leiddu hér í ljós alla sína illu ávöxtu,
sem fólgnir eru í eSli þeirra. Lögin voru ekki sniSin eft-
ir landinu, sem þau voru gerS handa, og þeir, sem höfSu
á hendi gæzlu þeirra, voru margir útlendingar, er
hvorki þekktu landiS né hirtu um það. Hnigu fram-
kvæmdir þeirra mest aS því að auka ríki sitt og tekjur.
Fór þaS að líkindum, að hinir veraldlegu embættismenn
höfðu alla viðleitni á aS auka konungdóminn, er þeir
höfðu lengi vel til forráða allar hans eignir í landinu og
guldu einungis eftir þær ákveðið gjald.“
Fjölnismenn voru postular hinnar nýju trúar, sem
átti eftir að lyfta Islendingum upp úr volæðinu, — trú-
arinnar á landið. Svo kvaS Jónas:
„Yeit þá engi, að eyjan hvíta
á sér enn vor, ef fólkið þorir
guði að treysta, hlekki hrista,
hlýða réttu, góðs að bíða.
Fagur er dalur og fyllist skógi
og frjálsir menn, þegar aldir renna.
Skáldið hnígur og margir í moldu
með honum búa, en þessu trúið!"
Enginn Islendingur á 19. öld hefur lýst betur högum
Islands á því skeiði i sögu þess, er Islendingar hófu
sjálfstæðisbaráttu sína, en fræðimaSurinn GuSbrandur
Vigfússon. Hann segir svo í grein sinni:
Um sjálfsforræði:
Islendingar hafa því goldiS hinn dýrasta skatt, sem
lagður verður á eitt land; þeir voru hjá Danmörku eins
og leiguliðar hjá stórbúum, eins og þeir gerSust fyrr á
öldum. Þó kotungurinn ynni baki brotnu, sá hann aldrei
ávöxt verka sinna, og öll hagsældin rann að höfuðból-
inu, sem átti allt saman, kú og karl, sem á kotinu bjó.
Höfuðbóndinn tók þá björg, sem hann átti, ef það var
meira en til eins máls, tók af honum snemmbæra kú á
veturnóttum, en gaf honum gelda í staðinn, en ól hann
svo aftur á góunni, hann og hans hyski þegar matarlaust
var orðið í koti karls og allt ætlaði út af að deyja; áleit
svo kotungurinn hann sem lífgjafa sinn og höfuðbóli
sem matmóður sína, sem hann hefði alla björg af og
gæti ekki án þess lifað, en bar ekki skyn á að meta
vinnu sína og aflabrögð, og að hann vann allt fyrir
aðra, en ekkert fyrir sjálfan sig, svo það var ekki meira
en svo þó honum væri gefinn matur á útmánuðum, svo
hann gæti slórt til næsta sumars til að vinna húsbónda
sínum.......
Menn eru í standandi vandræðum ef koma á tún-
VINNAN
253