Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Qupperneq 64

Vinnan - 01.09.1946, Qupperneq 64
lengd því, sem vegur meira 12—16 fjórðunga, og ekki getur hangið öSru megin á klakk. Ef draga á tré undan sjó, þá toga þar 8 vinnumenn, í staS þess aS hafa til þess eitt naut. Okkar vegameistarar upp í margar aldir eru hrosshófurinn og sauSklaufin, og skiptast vegir eftir því í þjóSvegi og fjárgötur eSa krákustíga. Sá sem ferS- ast um Island mætti því halda, aS hann væri horfinn fram um aldir, frarn á 14. öld, ef ekki væri kaffiS og sykriS í bæjunum, og hann sæi ekki ártaliS framan á Skírni og Nýjum félagsritum, og húslestrabækur og sögubækur prentaSar á pappís, en ekki skrifaSar á skinn. ÞaS liggur í augum uppi, aS frá þessu er ekki nema eitt stig til þess, aS menn fari aS reyta grasiS meS fingrunum og raka þaS meS lúkunum, nema þá ein- hver framtaksmaSur, sem skrifar sýslumanni, sýslumaS- ur amtmanni. og amtmaSur stjórninni meS mörgum og fögrum vitnisburSum, aS fá aS láni eSur gjöf stjórnar- orf, stjórnarhrífu og stjórnarljá. En þótt dimmt væri yfir níddu landi var þokunni óS- um aS Iétta svo sem Þorsteinn Erlingsson kvaS í Land- sýn: Það tekst ekki, þoka, að þú gerir oss geig, þó grúfirðu á ströndum og vogum, þú situr nú voldug, en samt ertu feig, því sól fer að austan með logum, og þá lyfta fjöllin mín bládimmri brún, sem bíða hér róleg og fögur, og dalirnir opnast með eingjar og tún og íslenzkar fornaldar sögur. Og hér er nú öruggur árdegis blær, þó ekki sé léttar en svona, en dagurinn hinn var svo heiður og skær, því hættum við aldrei að vona, og þegar að myrkrið af fjöllunum fer, er færra í byggðinni að hræöast, og þá verður skemmtun að horfa á þann her, sem hér er í þokunni að læðast. Og senn kemur Glóey á gnípur og fjörð, og gott er að sjá hana skína, og gaman að elska þig, íslenzka jörð, og árdegisgeislana þína. Við vonum þú senn eigir svipmeiri þjóð og senn verði heiðari bráin, til þess orti Jónas sín þjóðfrægu ljóð, til þess er Jón Arason dáinn. Þegar Jón SigurSsson hóf útgáfu Nýrra félagsrita árið 1841 verður það lýðum ljóst, að ótrauður leiðtogi er risinn upp með íslendingum, leiðtogi, sem sameinaði funa hugsjónamannsins og kalda íhygli stjórnmála- mannsins. í fyrsta árgangi félagsritanna skrifar hann um Alþing á íslandi, talar eggjunarorðum til hinnar þungsvæfu íslenzku alþýðu, sem hefur ekki enn áttað sig á því, að ný öld er að rísa, er alþýðan tekur virkan þátt í þingmálefnum: Hann segir: „ . . .. en ég óttast, að margir kunni að vera enn með- al alþýðu, sem ekki eru að fullu sannfærðir um nytsemi þingsins, eða ekki hafa hugsað um það nákvæmlega, en þetta er mjög áríðandi, þar eð tilgangur þingsins er að mestu sá, að efla framför alþýðu og glæða þjóðaranda hennar. En ef þessi not eiga að vera af þinginu, þá er ekki nóg að hlýða boði konungs eins og þræll hans eða með þeim hugarburði, að maður sé honum til vilja. .“ Jón Sigurðsson sér þá þegar fyrir þann möguleika, að Danmörk geti ekki veitt oss vörn og minnir á rán er- lendra yfirgangsmanna: „Þessi dæmi segja ljóslega, að valt er fyrir Island að vænta hjálpar af Danmörku ef ófrið ber að höndum við þá, sem geta gert íslandi nokkurt mein, en ekki er sagt það verði afskammtað, þó viljinn væri til. að Dan- mörk verði með þeim, sem Islandi geta orðið hættu- legastir. En þegar þannig stendur á, þá er enginn annar kostur en hugsa fyrir sjálfum oss, og smám saman koma ár vorri svo fyrir borð, að vér gætum hrundið af oss nokkru, ef á lægi, því ekki er land vort mjög auð- sótt, ef dugur og samheldni er í landsmönnum til varn- ar. Nú er ekki að vænta duguaðar og samheldnis til slíks, nema þjóðartilfinningin sé vakandi; sú tilfinning getur ekki vaknað né haldizt vakandi án þess þjóðin hugsi sjálf um hagi sína; eitthvert hið auðveldasta og kröftugasta meðal til að vekja menn til umhugsunar um hagi þjóðarinnar er það, að þeir menn, sem þjóðin treystir bezt komi saman til að ráðgast um gagn lands- ins og nauðsynjar, og það í landinu sjálfu. Árið 1842 skrifar J. S. enn um Alþing og ræðst á bölsýnismennina íslenzku, sem jafnan séu að barma sér hve seint gangi og kenna sofandahætti alþýðunnar um það, sem aflaga fer: Til hvers er, segja þeir, að etja við þetta fólk? Það er margreynt, að þeir sem leggja sig nokkuð fram fyrir þess hönd ávinna sér armæðu og ógæfu. — Slíkar hug- leiðingar eru bæði smáskítlegar og heimskulegar, og þar að auki byggðar á rangri ímyndun. Er það nokkur maður, sem þolir ekki níðstökur óhlutvandra manna og slíkra, sem flokk þeirra fylla, þegar hann framfylgir því, sem hann veit sannast og réttast. Það er einnig byggt á rangri ímyndun, að maður hafi ekki nema armæðu og ógæfu af að reyna að koma Islandi upp á nokkrar framfarir, því alkunnugt er, að enginn hefur verið í meiri virðingu meðal alþýðu en margir þeir, sem hafa tekið sig fram um nytsama hluti. Það er þess vegna mögulegt að vinna alþýðu á íslandi til góðs, en það er einungis undir því komið, að maður hitti rétta aðferð til þess, og það vottar reynslan, að það er oftast nær aðferðin, sem orðið hefur fyrir níðinu, það eru beiskyrðin, sem hafa gert menn bráðreiða. Undir hinu finnst mér minna komið að gera sér far um að leiða oss fyrir sjónir, hvað vér séum ónýtir, nema oss sé sýnt um leið, hvernig vér getum leitt af oss ámælið og vaknað á 254 VINNAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.