Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Síða 65

Vinnan - 01.09.1946, Síða 65
J Ó \ K J A R \ A SO\: Hlífardeilan i Hafnarfirði Hafnarfjarðardeilan, sem svo hefur verið nefnd, stóð frá 14. til 26. febrúar 1939. Hún er að því leyti merkileg í sögu íslenzkrar verka- lýðshreyfingar, að jafnframt því að vera barátta um það, hvort samtök verkalýðsins ættu að byggjast á stéttargrundvelli og vera óháð pólitískum flokkum, var hún hörðustu átök, sem hér hafa farið fram um sjálfan tilverugrundvöll verkalýðssamtakanna: Það, hvort verkamenn eigi að standa sameinaðir í einu félagi á hverjum stað, eða hvort atvinnurekendum eigi að leyf- ast að vera innan verkalýðsfélaganna og ráða þeim — hvort sérhverjum Pétri þríhross í atvinnurekendastétt á landinu eigi að vera opin leið til þess að stofna sitt „privat“ verkamannafélag til að „eiga“. Grimdvöllur vcrkalýðssamtakanna 011 félög verkamanna eru þannig byggð upp, að þau eru samtök til að vinna að bættum kjörum verkamanna- stéttarinnar. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra verkamanna, hverjum flokki sem þeir fylgja að lifa við mannsæmandi lífskjör. Félögin leggja öllum félags- mönnum jafnar skyldur á herðar og því ber þeim öll- um að njóta sömu réttinda. Stéttarleg eining um sam- eiginlega hagsmuni er grundvöllur allra nýtra og dug- andi stéttarsamtaka. — Að hagsmunir verkamanna og hagsmunir atvinnurekenda (þ. e. þeirra, sem „eiga“ framleiðslutækin) geta ekki ávallt farið saman heldur hljóta miklu oftar að rekast á, er flestum augljóst mál, Helgi Sigurðsson, formaður Hlíjar 1939 enda hafði Hlíf í Hafnarfirði, sem er eitt elzta verka- mannafélag landsins og eitt af stofnendum Alþýðusam- bands íslands, sett það ákvæði í lög sín, að atvinnu- rekendur mætti ekki taka inn í félagið. Þann 14. febrúar 1939 vék þáverandi stjórn Alþýðu- sambands Islands Hlíf í Hafnarfirði úr sambandinu. Hlíf var gefið það að sök, að hún hafði vikið 12 at- vinnurekendum úr félaginu. Þá laut Alþýðusambandið Alþýðuflokknum og engir nema Alþýðuflokksmenn höfðu rétt til að sitja þing þess og ráða starfi þess og stefnu. — Fyrrnefndir 12 atvinnurekendur voru allir Alþýðuflokksmenn. \ Mcnnirnir, sem rcðn nicirihluta atvinnutækjanna Þótt þess sé ekki þörf að rökstyðja það, að atvinnu- rekendur eigi ekki að vera í verkalýðsfélagi, er rétt að ný til dáðar og dugnaðar, að sýna hvað landið sé hart og hrjóstrugt í samanburði við önnur lönd, nema sýnd- ir séu um leið fjársjóðir þeir, sem opnir liggja fyrir oss bæði á sjó og landi og ráð þau, sem hafa skuli til að ná í þá sem dýpst. Þó vér séum lítilsigldir, áræðislausir og efnalitlir nú sem stendur, þá eru það manna dæmi, og mögulegt úr að ráða, ef menn vilja leita allra bragða, og ég er fyrir mitt leyti sannfærður um, að sá kjarkur og skynsemi búi enn í íslendingum, ef þá brestur ekki vilja og áræði til að taka til þeirra, að þeir eigi kost á með tímanum að reisa við, og það að nokkru ráði. Það þarf annað en hjalið tómt til að hrinda íslandi á fætur aftur! — Það þarf meira en fárra manna afl! Það þarf afl og dug heillar þjóðar! En eru þá íslending- ar búnir að missa kosti þessa eða koma þeir sér ekki að, að taka á þeim? Það eru þeir, sem þeir eiga að sýna fyrst og fremst á alþingi og undirbúningnum undir það. Því það þarf undirbúning undir alþingi ef fullt gagn á að því að verða. Það þarf undirbúning bæði kosn- ingarmanna og fulltrúa, svo hvort tveggja viti, hvað þeim er ætlað að gera og hversu því bezt gæti orðið framgengt, sem framgang þarf að fá. Og þessar um- hugsanir mega hvorki vera hyggðar á hégómlegri inn- byrlingu né sultarskap né bleyðuhætti, heldur á ljósri þekkingu, mannlund og hugrekki, því með þeim vinnst allt, með hinum missist allt. VINNAN 255
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.