Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Side 66

Vinnan - 01.09.1946, Side 66
lýsa viðhorfinu í Hafnarfirði í stórum dráttum. Nokkrir af foringjum Alþýðuflokksins í Hafnarfirði voru komn- ir í þá aðstöðu að ráða yfir meiri hluta atvinnutækj- anna í bænum. Fram að 1940 var mikið atvinnuleysi í Hafnarfirði. Atvinnulaus verkamaður og atvinnurek- andi leggja ekki sama mælikvarða á það, hvað séu hóf- legar kröfur um vinnu og kaup. Og verkamenn töldu það ástand, sem ekki yrði við unað, að innan félags þeirra væru atvinnurekendur, sem með valdi sínu og á- hrifum yfir félaginu gætu ráðið ákvörðunum um slík mál. Baráttan fyrir stéttarlegri einingu og jafnrétti En það var fleira, sem atvinnurekendurnir innan fé- lagsins létu sig skipta. Hafnfirzkir verkamenn höfðu í atvinnuleysisbaráttu sinni á árunum fyrir 1939 fundið þann mátt, sem býr í sameinuðum stéttasamtökum og skilið nauðsyn þeirra. Allir félagsmenn höfðu jafnar skyldur, en Alþýðuflokksmenn einir fullan rétt innan fé- lagsins. Og þeim verkamönnum fjölgaði stöðugt, sem kröfðust stéttarlegrar einingar og fullkomins jafnréttis, og á fundi í Hlíf 4. des. 1938 fluttu sameiningarmenn tillögu um, að Hlíf lýsti sig fylgjandi því, að Alþýðu- sambandið yrði gert „faglegt samband óháð öllum pólitískum flokkum“. Foringjar Alþýðuflokksins og atvinnurekendur börðust ákaflega gegn þessari tillögu og var hún aldrei borin upp, því að formaður félagsins, sem oft hafði lýst sig fylgjandi fullu jafnrétti og lýð- ræði innan félagsins, sleit fundi og frestaði atkvæða- greiðslu -— bar fyrir sig að fundarhúsið yrði að losna þá þegar. (Alþýðublaðið kvað hann hafa gert það vegna þess, hve margir utanfélagsmenn hefðu verið á fundi.) Yerkamenn töldu hins vegar, að flokksforingjar og atvinnurekendur hefðu viljað fá tóm til liðssafnaðar. Daginn eftir var annar fundur haldinn til þess eins að greiða atkvæði um tillöguna. Þar fluttu 4 menn, sem í senn voru Hlífarmeðlimir, atvinnurekendur og Al- þýðuflokksforingjar, dagskrártillögu um að vísa fyrr- greindri tillögu frá. Atkvæðagreiðslan var látin fara fram með handauppréttingu og á meðan stóðu atvinnu- rekendur og flokksforingjar til þess að fylgjast með, hverjir greiddu atkvæði með og hverjir á móti. Þrátt fyrir það var dagskrártillagan ekki samþykkt nema með 143 atkv. gegn 139. A þessum fundi kom greinilega í Ijós, hve fylgi stétt- arlegrar einingar og jafnréttis var sterkt í félaginu. Næsti fundur var svo haldinn 29. janúar 1939. Það var aðalfundur. Sameiningarmaðurinn Helgi Sigurðsson var kosinn formaður með 186 atkv., en fráfarandi for- maður fékk 170 atkv. Voru sameiningarmenn kosnir í öll sæti í stjórninni með svipuðum meirihluta. Verkantcnn þoldu það ekki lengur Hvernig þeir menn, sem í senn voru flokksforingjar og atvinnurekendur, hafa tekið sigri sameiningarmanna í Hlíf má nokkuð marka á ummælum Helga Sigurðsson- ar, formanns Hlífar, í viðtali við Þjóðviljann 8. febr. 1939. Hann segir þar, að annars vegar standi verka- menn að átökunum í Hlíf, „en hins vegar standa nokkrir menn, sem vilja hafa félagið sem tæki í hendi sinni, hvort heldur er í flokkslegu augnamiði eða til að styðja sína hagsmuni“. Og ennfremur sagði hann: „Undan- 256 VINNAN

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.