Vinnan


Vinnan - 01.09.1946, Qupperneq 73

Vinnan - 01.09.1946, Qupperneq 73
r------------------------------------ SAMBANDS- tíðindi V____________________________________/ Kaupgjaldsskýrslur Vinnunnar Því miður varð því ekki við komið að birta útreikning á kaup- gjaldi fyrir ágústmánuð. En þess skal getið hér til leiðbeiningar, að júlívísitalan í ár —• sem kaupgjald í ágústmánuði er reiknað eftir — var 293 stig. Nýr samningur á Skagaströnd Þann 30. júlí s.l. var undirritaður kjarasamningur milli Verka- lýðsfélags Skagastrandar og Síldarverksmiðja ríkisins. Samkv. þessum samningi er almennt verkamannakaup í verksmiðjunni á Skagaströnd kr. 2.64 í dagvinnu. Almenn skipavinna greiðist með kr. 3.00 í dagvinnu, en kol, salt og sement greiðist með kr. 3.30 á klst. Eftirvinna og næturvinna greiðist með 60% álagi og helgidagavinna með 100% álagi á dagvinnukaup. Mánaðarkaup fastráðinna manna við verksmiðjuna er samkvæmt Siglufjarðar- og Raufarhafnarkjörum. Samningur þessi gildir til 7. apríl 1947. Aðalfundur Verkamannafélags Raufarhafnar Á aðalfundi Verkamannafélags Raufarhafnar, sem haldinn var 28. apríl s.l. voru þessir menn kosnir í stjórn félagsins: Olafur Ágústsson formaður, Ivar Ágústsson varaformaður, Láms Guðmundsson ritari, Stefán Guðmundsson gjaldkeri og Kristján Vigfússon meðstjórnandi. Kjarasamningur verkamanna í Fiskhöllinni Fyrir lok maí s.l. gerði Dagsbrún samning um kaup og kjör verkamanna, sem vinna í Fiskhöllinni í Reykjavík. Mánaðar- kaupsmenn hjá Fiskhöllinni, verkamenn, bílstjórar og afgreiðslu- menn, höfðu áður sama kaup allir, kr. 450.00 á mánuði. Grunnkaup verkamanna er nú kr. 500.00 á mánuði, bifreiða- stjóra kr. 550.00 og afgreiðslumanna kr. 550.00. Endurskoðun á starfssviði fiskimálasjóðs og fiskimálanefndar Samkvæmt beiðni atvinnumálaráðuneytisins skipaði miðstjóm Alþýðusambandsins á fundi sínum 31. maí s.l. tvo menn í nefnd, sem á að gera tillögur um starfssvið fiskimálasjóðs, rýmkun á starfsfé hans og um fyrirkomulag á starfsemi og skipun fiski- málanefndar. Ætlazt er til að þetta verði 7 manna nefnd. — Miðstjórnin tilnefndi sem fulltrúa sambandsins í nefndina þá Lúðvík Jósefsson alþingismann og Ingólf Jónsson lögfræðing. Kjarasamningur bifreiðastjóra í brauðgerðarhúsum Þann 29. apríl s.l. var undirritaður samningur um kaup og kjör bifreiðastjóra í brauðsöluhúsum, milli Verkam.fél. Dags- brúnar og Alþýðubrauðgerðarinnar h.f. í Reykjavík. Kaup fullgildra bifreiðastjóra er nú kr. 600.00 pr. mánuð, en fyrir þá, sem unnið hafa skemur en eitt ár við akstur kr. 550.00 pr. mánuð. Grunnkaup þetta greiðist með fullri dýrtíðaruppbót. Veikist bifreiðastjóri skal hann eiga rétt á fullu kaupi fyrir allt að 14 daga á ári. Slasist hann vegna vinnu eða flutnings til eða frá vinnu skal hann halda óskertu kaupi í 7 vinnudaga. Vinnudagur skal vera 8 stundir á dag. Yfirvinna greiðist sam- kvæmt Dagsbrúnarsamningi. Ráðsteína um orlofsmál Verkalýðsfélögin við Faxaflóa héldu sameiginlega ráðstefnu um orlofsmál 30. maí s.l. Rætt var um nauðsyn á samstarfi fé- laganna um skipulagningu orlofsferða verkafólks og byggingu dvalarheimila. Samþykkt var að skora á Alþingi að samþykkja frumvarp Sigurðar Guðnasonar um orlofsheimili verkalýðsfélaga. Kjarasamningur bensínafgreiðslumanna Fyrir mánaðamót maí og júní s.l. voru undirritaðir nýir samn- ingar um kaup og kjör hensínafgreiðslumanna fyrir milligöngu Dagsbrúnar. Grunnkaup bensínafgreiðslumanna hækkaði úr kr. 500.00 í kr. 600.00 á mánuði. Bensínafgreiðslumenn fengu og styttan vinnudag sinn um 1 klst. á dag, þ. e. % klst. á vakt, á tímabilinu 1. nóv. til 31. marz. Taxti Bílstjórafélags Akureyrar Bílstjórafélag Akureyrar og Vinnuveitendafélag Akureyrar sömdu 1. maí s.l. um taxta vörubifreiða tveggja tonna og þar yfir. Samkv. taxtanum er kaup bifreiðanna sem hér segir: Dag- vinna: kr. 20.00 pr. klst. Eftirvinna: kr. 24.00 pr. klst. Nætur- og helgidagavinna: kr. 28.00 pr. klst. Fyrir akstur á kolum á bing greiðist kr. 1.50 meira á klst. Minnsta gjald sé kr. 4.00. 19. þing A.S.Í. Eins og auglýst var í síðasta blaði hefur verið ákveðið að 19. þing Alþýðusambandsins verði háð um 10. nóv. n.k. Miðstjórn sambandsins hefur boðið Verkalýðssamböndum allra Norðurlandanna, Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar, Færeyja og Finnlands, að senda fulltrúa á þingið. Kjarasamningur Félags garðyrkjumanna Þann 28. júlí var undirritaður kjarasamningur milli Félags garðyrkjumanna og gróðurhúsaeigenda. — Samkvæmt þessum samningi er kaup fullgildra garðyrkjumanna kr. 600.00 á mán- uði (var áður kr. 575.00). Kaup nemenda er sem hér segir: Á 1. ári kr. 300.00 á mán., á 2. ári kr. 380.00 á mán., á 3. ári kr. 435.00 á mán., á 4. ári kr. 535.00 á mán. og á 5. ári kr. 555.00 á mán. Dagvinna telst 8 klst. á dag og er þar í innifalið kaffihlé, sem er 40 mín. Eftirvinna greiðist með 50% álagi á dagvinnu- kaup og helgidagavinna með 100% álagi. Forgangsréttur félags- bundinna manna er tryggður í samningnum. 14 veikindadagar eru greiddir á ári, enda komi læknisvottorð til í slíkum tilfell- um. Garðyrkjumenn halda fullu kaupi í 7 daga, verði þeir fyrir slysum. Ymis fleiri hlunnindi eru tryggð með samningnum. •—• Félag garðyrkjumanna hafði áður taxta, sem viðurkenndur var af atvinnurekendum. Nýtt sambandsfélag Á fundi miðstjórnar Alþýðusambandsins 15. júlí s.l. var sam- þykkt að veita Sveinafélagi pípulagningamanna upptöku í sam- bandið. Félagið telur 10 félaga. Stjórn skipa: Zóphónías Sig- fússon, Karl Sigurðsson og Svanur Skæringsson. „Vinnan“ bíður félagið velkomið í heildarsamtökin. Kjarasamningur starfsmannafélagsins Þór Þann 30. júlí var undirritaður nýr kjarasamningur milli starfsmannafélagsins Þór og Stjórnarnefndar Ríkisspítalanna. VINNAN 263
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.