Stefnir - 01.06.1955, Qupperneq 40

Stefnir - 01.06.1955, Qupperneq 40
38 STEFNIR hafa þau flest reynzt skammlíf, en það má segja, að hvert um sig sé hlekkur í langri keðju, sem ekki er fyllilega séð fyrir endann á enn. Hvort sem þau vöruðu lengur eða skemur færðu þau ökkur samt ómetanleg verðmæti. Því fer víðsfjarri, að impress- sjónisminn, sem þó rann skeið sitt til enda á tiltölulega skömm- um tíma, hafi skilið okkur eftir tómhenta. Impressjónisminn var upphaf á þróun, sem hefur varað fram á þennan dag. Sú þróun hefur stefnt að því að láta eiginleika litarins og myndflatarins njóta sín í æ ríkari mæli. Eiginlega var liturinn höfuðviðfangsefni impressjónistanna. Sjálf mynd- byggingin skipti minna máli fyr- ir þá. Það er ekki fyrr1 en nokkru seinna að farið er að hrófla við hinni hefðbundnu meðferð flat- arins. Þessi þróun endaði loks með því að sagt var skilið við fyrirmyndina á þeim forsendum, að hún væri aðeins til hindrun- ar, hvað hreina myndbyggingu snerti. Þetta síðasta atriði kalla menn „stærsta stökkið,“ sem tek- ið hefur verið í sögu myndlistar- innar. X—□—X T71ndurnýjun formsins þarf ekki endilega að þýða að um al- gera byltingu sé að ræða. Ef til vill væri réttara að kalla það að- lögun. Meðan verið er að vinsa úr möguleikum formsins opnast stundum nýjar víðáttur, sem leitt geta til stefnubreytingar. Þannig getur sérhvert form falið í sér vísi að nýju formi. Eitt sinn hélt ég því fram að sjálf sköpunin væri fólgin í endurnýjun formsins. Þetta er kannski ekki svo fráleitt þegar allt kemur til alls. Annars mun þessi kenning eiga rætur sínar að rekja til óróleikans, sem ein- kennt hefur list 20. aldarinnar. En, spyrja menn, af hverju þessi órói og stanzlausa leit að nýju formi, þegar enginn vogar að staðhæfa, að eldri form hafi tæmt möguleika sína. — Ég hef svarað þessari spurningu að nokkru leyti hér að framan, með því að benda á mismuninn á við- horfi áhorfandans og listamanns- ins til listarinnar. Að vísu full- yrðum við ekki að t.d. impressjón- isminn hafi tæmt möguleika sína sem form í víðtækum skiln- ingi. Þó bendir flest til að svo sé. Þau impressjónístisku verk, sem fram hafa komið eftir alda- mótin eru flest öll blóðlausar endurtekningar á verkum fyrstu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.