Stefnir - 01.06.1955, Side 86

Stefnir - 01.06.1955, Side 86
84 STEFNIR heila bók á enda. Á hinn bóginn verður að muna eins og Hoel segir réttilega, „verður aldrei hægt að útskýra eða stæta hina sérstæðu mýkt og reisn, Ismeygileik og yndisþokka í stíl Hemingways''. Og hér er hægt aö bæta við, að nógu erfiðlega gengur mönnum hér að þýða hann, bótt vandaminna sé að nota yfirborðslegustu tækni hans með indriðalegum árangri. Stíll Hemingways á innri uppruna, er ekki jarðbundinn ,eins og láns- og leigufjárstíllinn, út- pynnu-Þýðara-ritháttur Indriða. Hinn upprunalegi stíll Hemingways hefur ekki orðið til í kringum leynisprúttsölu og Hreyfilstorg — hann er sprottinn á karlmennskulegri vettvangi mannlífsanda. Stíll hans er honum einum, eðlis- lægur, pví að hann hefur skapazt af togstreitu milli líkama og sálar vegna margbættrar lífsreynslu hans i styrjöldum og mannraunum. En vegna bess að Indriði keyrir fyrst og fremst á stíl, „tilbúnum", sem honum er ekki persónu- legur á nokkurn hátt, verður að benda á betta grundvaliaratriði, begar fjallað er um vinnubrögð hans. Og snúum oss nú að: Skröksögu, sprúttsöluepík, bílstjóradagdraumum, svipmútuðum af að láni feng- inni karlmcnnsku frá Hemingway í „Vopnunum kvöddum“ og „Snjöum Kili- manjarófjallsins“ og fleiri verkum lians. Ef gera á kirfilega athugun á „Sjötíu og nlu af stöðinni," verður að rekja efnið í megindráttum og kanna meðferð efnis í hverjum kafla, vinnubrögð höfundar, og reyna síðan að fá heildarlit yfir verkið. Fyrsti kafli bókarinnar hefst á hóteli í Reykjavik. Keflavíkurdátar sitja bar að sumbli að kvöldi í mai. Þeir ræða kvenfólk, ótæpilega og ekkert gerist I beim kafla annað en að einn hermannanna klófestir eina gáluna og er síðan hirtur af félögum sínum I grasinu á Austurvelll. Grófgerð ástandslýsing, hvergi vottur af bókmenntalegu gildi, en lesari rekst begar á litinn stældan heming- way, viðundurslegan i bessari vasaútgáfu af samræðum Friðriks og Rínaldis í „Vopnunum". En víðast hvar sem höf. talar frá eigin brjósti, vaða ósmekkleg- heitin uppi, ekki vegna klúrheita eingöngu, heldur hvernig bau eru framsögð á hverjum stað og hverri stundu. Og birti ég hér nokkrar setningar, sem hætt er við, að ýmsir hafi hrotið um. Lesari getur að einhverju leyti glöggvað ,sig á inntakl. kaflans, sem spannar einar 10 siður. Ég birti þær einnig til þess að gera samtímis grein fyrir misheppnuðum áhrifum frá þýðingunum framan- greindu. I fyrsta lagi hinar fjölmörgu áberandi það-setningar, sem er óíslenzku- legt fyrirbæri viða í notkun höfundar, því að hann er sífellt að böðlast á óákveðna fornafninu það gegnum bókina: Það var kvöld í mai (en þannig hefst bókin) . . . það gengu þrir menn inn i hótelið . . . Það hafði rignt . . . það sló bláleitri slíkju á hár hans . . . það var barið í bumbuna . . . það var bjart í salnum . . . það var skálað fyrir Rósalind . . . það hafði lifað á nátt- lampanum . . . það voru kveikt ljós í salnum, o.s.frv. Þessi spurning vaknar: Hve oft byrjar ekki Hemingway setningar á it? Og þær eru margar þessar það-samsetningar i bók Indriða, og mun flestum gagnrýnum lesurum finnast þær talsvert skringilegar og afkáralegar stundum, þótt Indriði sé engu líkara en skotinn I þessu sífellda „það‘‘ (ásamt hinu tíða og og nú, sem er vandi að nota eins og Hemingway gerir). I „Vopnunum" kveður ramt að það-setning-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.