Stefnir - 01.06.1955, Síða 87

Stefnir - 01.06.1955, Síða 87
BRÉF FRÁ LESENDUM 85 um, en Kiljan heíur hins vegar af ásettu ráði þýtt heint úr enskunni, (þar ■sem víða annars staðar), látið hina ensku hugsun halda sér til þess að mis- gera ekki við stíl frumtextans. En þetta dæmi, sem ég tiltók, er aðeins eitt af mörgum, þar sem Indriði hefur á köflum eins og þýtt úr þýðingu i stað þess að vera eðlilegur og sjálfkrafa í framsetningu. í öðru lagi eru hér dæmi úr kaflanum, þar sem Indriða hafa verið mislagðar hendur I samræðum dátanna: „Vel má vera, að Þið séuð náttúraðir í betra lagi (sic!) og borðið ckki og séuð andvaka og slóvir og óbrosandi af Því einu, en samt .... — Hvað, sagði Mart- iiu‘z. — I>etta er kurteisi smárrar Þjóðar, sagði Cri .... Með leyfi: Hvaða botn er liægt að fá I þctta? Og hvcrnig skýrir höf. að vera óbrosandi (sér er nú bvert orðalagið), sljóvir af miitilli náttúru? Á öðrum stað, þar sem múg- skapur höf. riður ekki við einteyming: ,,Allt saman bolaskítur,“ sagði hann og var særöur ennþá ,og þeir vissu, að það var ekkert að segja. Og næsta setning, sem rekur þessa, þótt kyn sé: ,,Þær voru viðsættanlegri (furðulegt orðabóbarorð, sem höf. leggur hermanni i munn) i Shanghai, sagði Martinez. Hann brosti nú (sic!). og var svo þetta:Banchez og settist. Ekkert eldast, sagði Martinez. Þetta mun sennilega eiga að vera útlegging á ameríska orðtakinu: „What is eooking?" Indriði þýðir þetta þannig, þótt hálftalándi islenzkum krakka yrði ekki á að tala svona brenglað. Og neðar á sömu síðu: ,,Er hún snotur? Hún hefur það. Hvað mikið? Töluvert.'‘ Þetta tilsvar mun eiga að vera bein þýðing á enska (ekki ameríska) orðtakinu „She has got it", sem merklr, að hún sé gædd kynþokka. Enn heldur Indriði sér við orðabókarþýðinguna, og honum verður annað á: Hann lætur bandarískan dáta tala eins og Englend- ing. Þetta er eitt dæmi af mörgum, hvernig höf. viðar að sér hinu og þessu lausajárni sitt úr hverri áttinni, sem hann notar alrangt I þessari bók sakir íákunnáttu, smbr. síðar í bókinni í samtalinu milli Bandaríkjamannsins og bilstjórans út af viskíkaupunum, sem hljóðar: „Réttu mér ílöskuna. Taktu það rólega, old man. Ég er enginn old man og réttu mér flöskuna. Ertu já- kvæður. Allt i lagi. Farðu út. Vissulega, old man." Allt er þetta viðvangings- lega framsett og óeðlilega „Ertu jákvæður?" er bein orðabókarþýðing af, „Are you pestitive?", sem Englendingum er ólíkt tamara að segja en Ameríku- mönnum. Ber þetta ekki eingöngu vitni um lélega kunnáttu rithöfundar, heldur og lélegt handbragð á að fara með samtöl, þvi að þau orka á lesara, sem kiúður og klaufaleg tilgerð. Nóg um það! I Annar kafli bókarinnar hefst á bilstöðinni, verið að tefla skák, og þar koma strax inn í söguna leigubílstjórinn, Ragnar Sigurðsson, og félagi hans Guðmundur. Samband þeirra minnir öneitanlega á Rinaldi og Friðrik í „Vopn- unum." Þó tekst Indriða að skapa úr Guðmundi talsvert heilsteypta persónu, minnisstæðustu úr bókinni. Höf. lætur þá tefla stundarkorn, síðan lýsing á drolli og hangsi bílstjóra, og siðan koma hermennirnir frá hótelinu á vettvang, drukknir, og þá tekur við lýsing á akstri suöur á Keflavikurflugvöll, og þegar Ragnar hefur skilað af sér farþegunum með tilsvarinu: Þakka sama (enn einu afbakaða orðtakinu úr ameriskunni), svlfur dagdraumadís leigubíistjórans, frú Gógó Faxen, inn i líf hans, strönduð í gljábjúik sinum i nóttinni á Stapanum. Ragnar og Gógó skiptast á nokkrum orðum um bilaða viftureim, og þar á eftir tekur við þessi lýsing af konunni: .. . Við stóðum fyrir framan Bjúikk- inn og hún var nicrri (sic:) eins liá og ég. I'aó var nokkuð svalt (einmitt!).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.