Stefnir - 01.06.1955, Blaðsíða 87
BRÉF FRÁ LESENDUM
85
um, en Kiljan heíur hins vegar af ásettu ráði þýtt heint úr enskunni, (þar
■sem víða annars staðar), látið hina ensku hugsun halda sér til þess að mis-
gera ekki við stíl frumtextans. En þetta dæmi, sem ég tiltók, er aðeins eitt af
mörgum, þar sem Indriði hefur á köflum eins og þýtt úr þýðingu i stað þess
að vera eðlilegur og sjálfkrafa í framsetningu. í öðru lagi eru hér dæmi úr
kaflanum, þar sem Indriða hafa verið mislagðar hendur I samræðum dátanna:
„Vel má vera, að Þið séuð náttúraðir í betra lagi (sic!) og borðið ckki og séuð
andvaka og slóvir og óbrosandi af Því einu, en samt .... — Hvað, sagði Mart-
iiu‘z. — I>etta er kurteisi smárrar Þjóðar, sagði Cri .... Með leyfi: Hvaða
botn er liægt að fá I þctta? Og hvcrnig skýrir höf. að vera óbrosandi (sér er
nú bvert orðalagið), sljóvir af miitilli náttúru? Á öðrum stað, þar sem múg-
skapur höf. riður ekki við einteyming: ,,Allt saman bolaskítur,“ sagði hann
og var særöur ennþá ,og þeir vissu, að það var ekkert að segja. Og næsta
setning, sem rekur þessa, þótt kyn sé: ,,Þær voru viðsættanlegri (furðulegt
orðabóbarorð, sem höf. leggur hermanni i munn) i Shanghai, sagði Martinez.
Hann brosti nú (sic!). og var svo þetta:Banchez og settist. Ekkert eldast, sagði
Martinez. Þetta mun sennilega eiga að vera útlegging á ameríska orðtakinu:
„What is eooking?" Indriði þýðir þetta þannig, þótt hálftalándi islenzkum
krakka yrði ekki á að tala svona brenglað. Og neðar á sömu síðu: ,,Er hún
snotur? Hún hefur það. Hvað mikið? Töluvert.'‘ Þetta tilsvar mun eiga að vera
bein þýðing á enska (ekki ameríska) orðtakinu „She has got it", sem merklr,
að hún sé gædd kynþokka. Enn heldur Indriði sér við orðabókarþýðinguna, og
honum verður annað á: Hann lætur bandarískan dáta tala eins og Englend-
ing. Þetta er eitt dæmi af mörgum, hvernig höf. viðar að sér hinu og þessu
lausajárni sitt úr hverri áttinni, sem hann notar alrangt I þessari bók sakir
íákunnáttu, smbr. síðar í bókinni í samtalinu milli Bandaríkjamannsins og
bilstjórans út af viskíkaupunum, sem hljóðar: „Réttu mér ílöskuna. Taktu
það rólega, old man. Ég er enginn old man og réttu mér flöskuna. Ertu já-
kvæður. Allt i lagi. Farðu út. Vissulega, old man." Allt er þetta viðvangings-
lega framsett og óeðlilega „Ertu jákvæður?" er bein orðabókarþýðing af,
„Are you pestitive?", sem Englendingum er ólíkt tamara að segja en Ameríku-
mönnum. Ber þetta ekki eingöngu vitni um lélega kunnáttu rithöfundar, heldur
og lélegt handbragð á að fara með samtöl, þvi að þau orka á lesara, sem
kiúður og klaufaleg tilgerð. Nóg um það!
I
Annar kafli bókarinnar hefst á bilstöðinni, verið að tefla skák, og þar koma
strax inn í söguna leigubílstjórinn, Ragnar Sigurðsson, og félagi hans
Guðmundur. Samband þeirra minnir öneitanlega á Rinaldi og Friðrik í „Vopn-
unum." Þó tekst Indriða að skapa úr Guðmundi talsvert heilsteypta persónu,
minnisstæðustu úr bókinni. Höf. lætur þá tefla stundarkorn, síðan lýsing á
drolli og hangsi bílstjóra, og siðan koma hermennirnir frá hótelinu á vettvang,
drukknir, og þá tekur við lýsing á akstri suöur á Keflavikurflugvöll, og þegar
Ragnar hefur skilað af sér farþegunum með tilsvarinu: Þakka sama (enn einu
afbakaða orðtakinu úr ameriskunni), svlfur dagdraumadís leigubíistjórans, frú
Gógó Faxen, inn i líf hans, strönduð í gljábjúik sinum i nóttinni á Stapanum.
Ragnar og Gógó skiptast á nokkrum orðum um bilaða viftureim, og þar á
eftir tekur við þessi lýsing af konunni: .. . Við stóðum fyrir framan Bjúikk-
inn og hún var nicrri (sic:) eins liá og ég. I'aó var nokkuð svalt (einmitt!).