Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 8
6
B L I K
löngum verið viðkvæðið um ís-
lenzku þjóðina. Nú eru þær
harmatölur horfnar að mestu.
Af hverju? Af því að þjóðin
okkar hefir á undanförnum 100
árum eignazt nógu marga hug-
sjónamenn, sem ekki litu aftur,
þó að á móti blési, heldur báru
ótrauðir og einbeittir frelsis- og
framfarahugsjónir þjóðarinnar
fram til sigurs. Þessi fjölmenni
hópur góðra Islendinga á að
vera fyrirmynd hinna uppvax-
andi kynslóða á hverjum tíma.
„Hvort sem þú i hencli hefur
hamar, skóflu eða pál,
pentskúf, meitil, penna, nál,
hvaða starf, sem Guð þér gefur,
gerðu það af lifi og sál.
Láttu dag hvern Ijós þitt stœrra
tysa, — klif þú sérhvern múr,
áfram gegnum skin og skúr.
Kjörorð þitt sé: Hcerra, hcerra!
Hugsjón þinni vertu trúr."
Þannig hvatti skáldið okkar,
Sigurbjörn Sveinsson, æskulýð
Eyjanna til hugsjónalífs, — til
dugs og dáða.
En hvað sem öllum öðrum
hugsjónum líður, þá skyldi það
vera hugsjón hugsjónanna
hverjum æskumanni að vera
maður. I þeirri brúðargöngu um
f jöll og firnindi er hollt að minn-
ast þesis, þegar á reynir, að
hugur mannsins á eðli til að
vera dulmagnað segulafl til
manntaks og dáða í atbeina með
huldum guðseðlisöflum, ef við
þjálfum hugann og temjum vilj-
ann í þá átt. Til þess þarf stál
í sál og einbeittan ásetning, —
og svo þarf hjartað, sem undir
slær, að vera hlýtt og næmt.
Mætti lífið náðarsamlegast
veita ykkur það allt saman.
Þ. Þ. v.
Byggingarkostnabur Gagn-
frœðaskólans til 31.
des. 1956
1. Til 31. des. 1954
(Sjá Blik 1955) .. kr. 1.968.137.31
2. Árið 1955 ..... — 645 334.39
3. Árið 1956 ..... — 666.098.44
Byggingarkostn. alls
til 31. des. 1956 .... kr. 3.279.570.64
Framlag' ríkissjóðs:
1. Til 31. des 1954 .. kr. 660.000.00
2. Árið 1955 ....... — 322 600.00
3. Árið 1956 ....... — 179.500 00
Alls kr. 1.162 100.00
Ríkissjóði ber að greiða helming
stofnkostnaður. Hann nemur til 31.
des. 1956 ............ kr. 1 639.785.32
Frá dregst greitt .. — 1.162.100.00
Skuld ríkissjóðs 31.
des. 1956 um ......... kr. 477.685.32
Á þessum árum hefur byggingar-
sjóður haft alls kr. 6000.00 í húsa-
leigutekjur og er ekki tekið tillit til
þeirra hér.
Áhalda og tækjakaup:
1. Til 31. des. 1954 — kr. 155 216.51
2. Árið 1955 ....... — 24.819.55