Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 75
B L I K
73
að smala. Þar var stigið af
baki hestunum og mönnum skip-
að niður. — Ég átti að smala í
hlíðum Tungufjallsins og vera
efstur og Leifur næstur fyrir
neðan. Einn maður tók hest-
ana og fór með þá fram eft-
ir botni dalsins. Veður var mjög
hlýtt, sólskin og logn, svo að
það var allt annað en þægilegt
að klöngrast upp f jallshlíðina.
Þegar komið var nægilega hátt,
var haldið fram eftir f jallinu, og
fé það, sem þarna hélt sig, rek-
ið í áttina að réttinni. Brátt sá
ég kindahóp, sem var mjög hátt
í fjallinu. Reyndi ég að komast
upp fyrir hann til þess að fá
hann niður. En á meðan runnu
kindur fram hjá mér neðar, svo
að ég varð að hlaupa fyrir þær.
Þá fann ég hvers virði góður
hundur er við smölun, því að
hundur sá, er mér fylgdi, var
mjög lélegur. Tókst mér þó að
lokum að koma öllum kindunum
áfram, unz ég og sá, sem smalað
hafði hinu megin, mættumst á
fjallsbrúninni, þar sem kallast
Högg. Þar voru kindumar
reknar niður. Eftir það gekk
allt vel. Og fyrr en varði, hafði
féð verið réttað. Þá var tekið
fram gangnanestið og borðað.
Klukkan mun hafa verið um
hálf-þrjú. Síðan fóru menn að
draga, og gekk það fljótt, því
að margir höfðu komið fram að
rétt auk þeirra, sem smöluðu.
Um kvöldið komum við heim
með fjárhópinn. Ég flýtti mér
að komast í rúmið, því að sjald-
an hefi ég verið þreyttari en
þetta kvöld.
Sigfús Ólafsson
2. bekk.
Ahrif aðkomufólks d
vertíð a bæjarlífið hér
I janúar byrjar fólk að flykkj-
ast í bæinn, því að vetrarvertíð-
in er að hefjast. Mikið annríki
hefst í bænum. Allir, sem vett-
lingi geta valdið, fara að vinna
í frystihúsum bæjarins, eð?
stunda sjóinn. Teljum við, að
þetta fólk, sem kemur hingað
í bæinn, hafi yfirleitt mikil áhrif
á bæjarlífið. Okkur finnst, að
unglingar, sem eru 1 skóla, slái
margir hverjir slöku við nám
sitt, eftir að aðkomufólkið byrj-
ar að tínast í bæinn og vertíðin
hefst. Þeir sækjast einnig meira
eftir því að fara í kvikmynda-
hús og á opinbera dansleiki, sem
haldnir eru í samkomuhúsum
bæjarins. Yfirleitt finnst okkur,
að vertíðin hafi meiri áhrif á
stúlkur en drengi. Þær eru víst
meira fyrir það að fara út á
lífið en strákar enda þroskaðri
að jöfnum aldri. Þótt strákunum
finnist einnig ,,matur“ í vertíð-
inni, er það að okkar áliti aðeins
vegna bátanna og lífsins, sem