Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 27
B L I K
25
Um langt skeið svaf Tóta til
fóta hjá vinnukonunni á bænum
eins og áður er að vikið. Þegar
þær voru komnar til náða á
kvöldin, var vinnukonunni gert
að skyldu að halda fram með
það starf gömlu konunnar að
tryggja sveitarómaganum sálar-
heill með því að kenna barninu
bænir og vers og láta hana þylja
á kvöldin. Oft var þá Tóta litla
úrvinda af svefni o'g þreytu,
bæði líkamlega og sálarlega, svo
að hugsunin slitnaði og tungan
missti máls. Það var þá viss
háttur vinnukonunnar að sparka
við barninu með fætinum og
vekja það þannig til trúarlegra
iðkana.
Það var fastur heimilissiður á
bænum, að húsbóndinn las bók-
menntir fyrir heimilisfólkið á
kvöldvökum að vetrinum. Mest
var lesið af íslendinga- og ridd-
arasögum, og rímur kveðnar.
Þegar Tóta var á 10. árinu,
var tekið til að kenna henni að
þekkja stafina og læra að lesa.
Gömul biblía var stafrófskverið.
Þegar ekki voru aðrir viðlátnir,
var vinnumaðurinn látinn kenna
henni lesturinn. Hann var eftir-
gangssamur og harður, svo að
barnið var stundum miður sín
við námið. Eitt sinn hótaði hann
henni lífláti næsta dag, ef hún
læsi ekki betur. Þá varð barnið
svo óttaslegið, að námið lenti í
fári og harmagráti, sem það upp-
skar fyrir högg og skútyrði.
Er Tóta var orðin stautandi,
hófst nám hinna kristnu fræða.
Til þess að tryggja sér sleitu-
laust áframhald, meðan setið
var yfir kverinu, sló húsbóndinn
upp palli undir skjánum yfir
bæjardyrunum. Upp á pall þenn-
an var Tóta litla látin klöngrast
í lausum stiga, sem svo var f jar-
lægður þann tíma, sem henni
var skammtaður til þess að lesa
kverið, en settur til, þegar sinna
skyldi öðru eða hætta lestrin-
um.
Tóta var fermd 16 ára gömul.
Þá athöfn framdi séra Brynj-
ólfur Jónsson, sem síðar var
kenndur við Ólafsvelli. Hann var
þá prestur í Reynisþingum í
Mýrdal (1876-1881).Húnfermd-
ist í gömlum, sauðsvörtum tau-
kjól, sem fenginn var að láni. 1
fermingargjöf fékk hún prjón-
aða stakkpeysu, eins og þær voru
þá gerðar, og jafnframt hlotn-
aðist henni gömul skotthúfu-
mynd af vinkonu á einum ná-
grannabænum. Einu sinni hafði
húfa sú verið svört. Nú hafði
hún fengið á sig græn-
leita slikju. ,,Ég þekki pott-
lokið það tarna,“ sagði Hans
í Fagradal, er hann sá Tótu eitt
sinn löngu seinna með húfuna.
Hann skríkti og „hellti úr eyrun-
um“, eins og gárungarnir kom-
ust að orði, þegar hann tók til að
velta vöngum. ,,Já, ég þekki
pottlokið", sagði hann, „hún
prjónaði það og bar það lengi,