Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 89
B L I K
87
grjótfarg eða stórir staurar,
sem grafnir voru niður í sand-
inn inni í Botni. Þessar festar
voru notaðar til að leggja vél-
bátaflotanum við. En til þess
að hægt væri að nota þær sem
legufæri, varð að tengja við
hverja botnfesti keðjur með
vissu millibili, sem var að vísu
nokkuð misjafnt. Það fór eftir
stærð bátanna o. fl., t. d. mis-
munandi dýpi. Einnig voru þess-
ar keðjur mismunandi langar af
sömu ástæðum.
Keðjur þessar voru settar
saman af festum af mismun-
andi gildleika og styrk. Bar
hvor festarhluti sitt nafn. Neðri
hlutinn, sem var að öllum jafn-
aði mun gildari og um 2% faðm-
ur á lengd, var kallaður taumur,
en efri endinn, sem festur var
í bólin, var kallaður háls. Háls-
inn, sem gerður var úr tveim
keðjum mun grennri en taumur-
inn, var tengdur við hann með
keðjulásum. Milli háls og taums
var tengihlekkur, sem kallaður
var sigurnagli. Hann hindraði,
að báturinn setti snúninga á
tauminn, þótt hann snerist í
hringi við legufæri sitt sökum
straums og misvinda.
Eins og áður er sagt, lágu
festar yfir þveran Botninn,
þvert á þær festar, sem áður
voru nefndar og lágu frá austri
til vesturs. Þessar þverfestar
voru tvær. Lá sú ytri úr Löngu-
nefi suður yfir Botninn, en sú
Jón I. SigurÖsson.
innri úr Básaskerinu þvert norð-
ur yfir höfnina. Alls staðar þar
sem þessar þverfestar lágu yfir
festarnar frá austri til vesturs,
var þversumfest og langsum-
fest tengd saman með keðju-
lásum. Þetta var gert til þess
að bilið á milli austur-vestur-
festanna héldist jafnt og hindr-
aði, að bátarnir drægjust sam-
an.
Fyrir sunnan skipaleguna var
ein festi, sem eins var útbúin
og festarnar norðan vert við
skipaleguna.
Eftir að Básaskersbryggjan
var byggð, voru útbúin nokkur
legufæri handa bátum með lík-
um hætti og áður er lýst. Einnig
voru útbúin legufæri í krikanum