Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 123
B L I K
121
hjónin
Síðla vetrar 1870 dó Sigurður
hreppstjóri Torfason að Búa-
stöðum. Um sumarið fengu þau
hjónin Lárus og Kristín bygg-
ingu fyrir jörð þeirri, sem Sig-
urður hafði búið á, þ. e. Syðri-
Búastaðajörðinni.
Arni Árnason símritari, sem
hefur aflað mikils fróðleiks um
menn og ýmsar ættir eldri kyn-
slóða hér í Eyjxun, hefur sýnt
Bliki þá velvild að gefa því ætt-
arskrá þá, sem hér fer á eftir.
Með því að ætt þessi er mjög
fjölmenn, mætti ætla, að fróð-
leikur þessi gæti orðið mörgum
til ánægju.
BÚASTAÐAHJÓNIN
Lárus hreppstjóri var f. 30. jan.
1839 að Dyrhólum, drukknaði af
skipinu „Hannibal“ 9. febr. 1895,
sonur Jóns bónda að Dyrhólum f.
1808 Ólafssonar.
Móðir Lárusar var Ólöf, f. 1811
að Höfðabrekku, Eiríksdóttir bónda
þar, f. 1766, Sighvatssonar. Móðir
Jóns að Dyrhólum var Fríður, f.
1768, Jónsdóttir frá Sólheimahjá-
leigu. Kona Eiríks á Höfðabrekku
og móðir Ólafar var Sigríður f 1768
Þorsteinsdóttir. Ólöf lézt hér í
Lárus hreppstjóri Jónsson og kona hans,
Kristin Gísladóttir, bóndahjón að Búa-
stöðum, gift 1862.
Kornhól, hjá Lárusi syni sínum
1867. (Þar er nafn Ólafar á Kirkju-
bóli, en Fríðar 'Lárusdóttur komið
af Fríði móður Jóns Ólafssonar).
Kona Lárusar á Búastöðum var
Kristín, f. í Pétursey 13. jan. 1843;
d. 30/12 1922 á Búastöðum, Gísla-
dóttir bónda í Pétursey, f. 1811,
Gíslasonar, f. 1776, Guðmundssonar.
Gísli faðir Kristínar lézt 1856. Móð-
ir Kristínar var Steinvör frá Ból-
stað, f. 1809; Markúsdóttir bónda
þar, f. 1764, Ámasonar. Móðir Gísla
Gíslasonar og kona Gísla Guð-
mundssonar var Jórunn Einars-
dóttir, f. 1768.
Systkini Lárusar á Búastöðum
voru:
1. Bjargey, giftist Einari í Steinum,
Eyjafjöllum.
2. Bergþóra, giftist Sveini á Giljum
í Mýrdal.