Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 17
B L I K
15
skurði 30. apríl 1781 var heimil-
að að greiða upphæð þessa og
allan kostnaðinn úr ríkissjóði,
og var jafnframt ákveðið, að við-
hald kirkju og girðingar um
hana skyldi verða greitt af ríkis-
sjóði. Hafði girðingin um kirkj-
una kostað 107 ríkisdali og 52
skildinga. Við prófastsvisitazíu
4. júní 1781 fer Páll Sigurðsson
prófastur í Holti þessum orðum
um girðinguna: „Af grindverk-
inu, sem er umkring kirkjuna,
og annars kallast stakitværk,
eru 9 álnir brostfeldugai' og
þurfa bráðrar endurbótar, for
resten sýnist grindverkið gjörv-
allt ekki verða lengi varanlegt.“
Þegar prófastur visiteraði 1784
lætur hann þess getið, að rimla-
girðingin hafi brotnað í stórviðri
í vetur, en þá hefði verið gert
við hana. Það reyndist orð að
sönnu, að girðingin varð ekki til
frambúðar. Nú er fyrir nokkrum
árum búið að gera steingirðingu
um kirkjuna.
Landakirkja var mikil bygg-
ing, vönduð og fögur að utan
og innan. Hún varð mjög dýr.
Telst mér til, að hún muni hafa
kostað ríkissjóð um 2% milljón
króna reiknað til þess verðlags,
sem nú er. Hætt er þó við, að
hún yrði ekki byggð núna fyrir
þá upphæð. Hún á eftir að vera
enn um langt skeið veglegt guðs-
hús, fagurt minnismerki um
stórhug þeirra manna, sem hug-
mynd áttu að byggingunni.
ra.
Á því leikur enginn vafi, að
Hans Klog kaupmaður var
frumkvöðull að því, að stein-
kirkjan var reist. Verður því
nánari grein gerð fyrir honum
hér. Einnig verða rakin helztu
æviatriði Anthons bygginga-
meistara, sem uppdráttinn gerði
að Landakirkju og lagði til við
rentukammer og konung, að
steinkirkjan væri byggð.
Þriðji maðurinn, sem án efa
hefur haft mikil áhrif á það, að
kirkjan var byggð svo myndar-
leg í sniðum, var Jón Eiríksson
stjórnardeildarforseti. Hann
átti um þessar mundir sæti í
þeim ráðuneytum og nefndum,
sem um málefni Landakirkju
fjölluðu, og hefur með öðrum
embættismönmun þeirra undir-
ritað þau skjöl og bréf, sem úr-
slitum réðu. Þannig var hann
einn þeirra, sem staðfestu bygg-
ingarsamninginn við Berger af
hálfu Westindiske og Guiniske
Rente samt General Toldkamm-
eret. Jón var um langt skeið
mikill valdamaður um málefni
íslands í dönsku ráðuneytunum,
enda var hann hálærður gáfu-
maður og fylginn sér. Bar hann
hag íslands mjög fyrir brjósti
og stuðlaði eftir mætti að við-
reisn landsins og lausn úr ein-
okunarfjötrunum. Hann var
fæddur að Skálafelli í Suður-
sveit árið 1728, en andaðist í
Kaupmannahöfn árið 1787.