Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 105
B L I K
103
urð Sigurfinnsson frá að
halda áfram verki sínu og
honum verði endurgoldin
smíðin með 30 — þrjátíu
— krónum í innskrift við
Garðsverzlun, þegar henni er
lokið samkvæmt þessum
samningi.
5. Verði ágreiningur um skiln-
ing á ákvæðum þessa samn-
ings, eða um það, hvort vinn-
an sé leyst af hendi sam-
kvæmt honum, skulu tveir ó-
vilhallir menn, er málspartar
kjósa sinn hvor, skera úr
þeim ágreiningi.
Vestmannaeyjum 18. ágúst 1891
Sigurður Sigurfinnsson
Arni Filippusson Sveinn Jónsson
Fngilbert Engilbertsson Gísli Lárusson
Hafnarmerki þau, sem nú
brúkast í Vestmannaeyjum
Þegar siglt er að höfninni,
skal gæta þess að vera sem
svarar mitt á milli Klettsnefs,
sem er norðausturtangi inn-
siglingarinnar, og svo kallaðra
Urða, sem eru suðaustan megin.
Ef austan vindur er, skal sigla
svo langt norður eftir Víkinni,
að suðurendi Elliðaeyjar sé jafn
Klettsnefi, sem þá er orðið aft-
ur af, og skal stýra undan því og
sjást aðeins til Elliðaeyjar, þar
til þær stangir, sem standa
sunnan megin innsiglingarinn-
ar, bera hvor í aðra, sem eru
flaggstöng og smástöng með
nokkru millibili, og skal þá
beygja suður á (til bakborðs),
og stýra á norðurenda kletts
þess, sem stendur sunnan meg-
in hafnarinnar og kallast Naust-
ha'hiar, og skal svo beygja til
stjórnborðs, þegar austurendi
Helgafells er kominn vestur
undan hæðinni, sem stangirnar
standa á (flaggstöngin og litla
stöngin) og skal þá stýra mitt á
höfnina eftir því sem maður
sér, að skip liggja, ef þau eru
inni. Séu skip fyrir, þá ber að
gæta þess, að vera ætíð norðan
megin við þau.
Ef flagg er dregið upp á fyrr-
nefndri flaggstöng og það er lát-
ið standa, þá má það skip, sem
höfn vill taka, sigla inn, og sé
sá vindur og sjór, að hafnsögu-
maður ekki komist út, og skipið
hefir flaggað lóðsflaggi, þá ligg-
ur hafnsögumaðurinn fyrir inn-
an svokallað Steinsrif og vísar
þaðan rétta leið með flaggi, sem
hann hefur á stöng í bátnum.
Skal þá gæta þess að stýra eft-
ir því, sem hann vísar til, nefni-
lega bendir með flagginu: til
stjórnborðs, til bakborðs.
Tvö flögg í fyrrnefndri flagg-
stöng merkja, að norðan megin
við Eiðið geta skip legið og tek-
ið hafnsögumann, ef þau vilja.
Tvö ljós á nóttu í flaggstöng-
inni merkja sama og tvö flögg;