Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 52
50
B L I K
enn víða landlæg í austur- og
suðurlöndum.
IV.
Ginklofa-sýkillinn hefst við í
mold í einskonar dvalaástandi.
En komist hann í sár, sem
hafast illa við og lengi eru að
gróa, fær hann vaxtarskilyrði
og framleiðir eitur í sárinu, sem
kemst inn í blóðið og veldur
banvænum krömpum.
I gamla daga var þvottur
þurrkaður á túnum og stein-
gerðum og fauk þá oft í hann
mold, sem var sóttmenguð.
Þannig komst sýkillinn í nafla-
bindið, og þaðan í naflasárið,
sem var sérstaklega viðkvæmt
fyrir slíkri sýkingu.
Hér á landi var veikinni alveg
útrýmt á 19. öld, eins og hún
kom fram í kornabörnum, fyrir
aukið hreinlæti, eins og áður er
sagt. En sami sýkillinn getur
og valdið stífkrampa í fólki á
öllum aldri, ef hann kemst í sár,
sem farið er óhreinlega með og
gróa seint.
Hreinlæti og örugg sárameð-
ferð er því góð vörn, enda völ
margra ágætra sáralyfja nú,
sem ekki voru til áður. Þó eru
ekki mjög mörg ár síðan ung-
lingur lézt hér úr veikinni.
Hér í Vestmannaeyjum er
einnig notað óspart blóðvatn,
þar sem hætta þykir á sýkingu,
og bólusetning var fyrst tekin
upp í Vestmannaeyjum, hér á
landi, gegn veikinni fyrir nokkr-
um árum.
EFTIRMÁLI
Þetta var stutt lýsing á bar-
áttunni við ginklofann.
Málið er merkilegt fyrir það,
að hér er unnið mikið afrek á
stuttum tíma, sem hefir víðtæk
áhrif, og það sýnir okkur, svart
á hvítu, hve geysimikla þýðingu
hreinlætið hefir, en oss hættir
við að gleyma því svo og bar-
áttu forfeðranna, sem við nú-
tímamennirnir uppskerum á-
vextina af.
En afrek Schleisners er einn-
ig merkilegt fyrir það, að á
þeim tímum, sem hér um ræðir,
voru sóttkveikjur óþekkt fyrir-
brigði; og það ríkti raunar víð-
ast hvar miðalda-vanþekking á
sviði heilbrigðismála.
Það var að vísu búið að
vinna mikið undirbúningsstarf á
ýmsum sviðum læknisfræðinnar,
en það átti eftir að bera ávöxt,
sem ekki þroskaðist að ráði,
fyrr en með tuttugustu öldinni.
Pasteur var um þetta leyti að
byrja feril sinn sem efnafræð-
ingur. Það var ekki fyrr en 20
árum seinna, að Listerkomfram
með kenningar sínar um sótt-
hreinsun við skurðaðgerðir og
sárameðferð.
Og Róbert Kock, sem síðar
fann berklasýkilinn 1882, var
kornungur og ekkert farinn að