Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 130
128
B L I K
Lloyd George, hinn frægi
enski stjórnmálamaður, var
mjög orðheppinn og skjótur að
hugsa og svara fyrir sig á stjórn-
málafundum.
Eitt sinn var Lloyd George
að flytja ræðu og sagði:
,,Ég vil að Skotland fái heima-
stjórn, og einnig írland og Wal-
es“. — „Og Helvíti,“ kallaði
einn áheyrandinn fram í.
„Það er ekki nema eðlilegt,
að hver hugsi um sitt fóstur-
land“, svaraði Lloyd George.
©
Annað sinn kallaði maður
fram í fyrir Lloyd George og
sagði: „Að þú skulir vera að
þvæla þetta, Lloyd George.
Hann faðir þinn gekk hér á milli
okkar og seldi kálhausa úr vagni
og hafði asna spenntan fyrir“.
„Já, faðir minn er dáinn og
kálhausarnir seldir og vagninn
brotinn fyrir löngu, en ég sé, að
asninn stendur þarna ennþá“,
svaraði Lloyd George.
©
Eitt sinn á stjórnmálafundi
var kastað fúleggi að Lloyd Ge-
orge meðan hann var að tala.
Hann beygði sig og eggið skall
í vegginn að baki honum.
Lloyd George benti á kless-
una á veggnum og sagði: „Þetta
eru einu rök andstæðinga okk-
ar“.
Hann (við stúlku á fertugs-
aldri) : Hvers vegna verða all-
ar ógiftar stúlkur guðhræddar,
þegar þær eru komnar yfir þrí-
tugt?
Hún: Þær verða það af þakk-
látssemi við forsjónina, sem hef-
ur verndað þær frá að lenda í
klónum á einhverjum flagar-
anum“.
©
Stúlka (við gamlan pipar-
karl) : Trúir þú því, að það hafi
ólán í för með sér að giftast á
þriðjudégi ?
Hann: Já, því trúi ég. Hvers
vegna skyldi þriðjudagur vera
undantekning ?
r
Vestmannaeyingar
Höfum ávallt fyrirliggjandi
fjölbreytt úrval af alls konar
vönduðum rafmagnsheimilis-
tækjum.
HAKALDUR
EIRÍKSSON
OG CO.
©