Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 25
B L I K
23
greinir. — Hún grét beisklega.
Hvað gat hún annað gert en
grátið? Yfirgefnu og umkomu-
lausu barni er lífið næsta óbæri-
legt. Húsbóndinn sjálfur fann nú
til með þessum örsnauða munað-
arleysingja. Hann gaf Tótu rós-
óttan klút, sem hann hafði ætlað
sjálfum sér. Ekki mun hann þó
hafa ætlað þann klút um háls
sér heldur til annarra nota í eig-
in þágu, því að hann stútaði sig
ærið hraustlega á stundum. En
hvað um það ? Klúturinn var rós-
óttur og fallegur og fór vel að
hári og vöngum litlu stúlkunnar,
sem lét sér nú orðið annt um
lokka sína og litarhátt, þegar
stundir gáfust til.
I sveitinni bjó föðurbróðir
Tótu. Meðan hann var ógiftur,
var móðir hans, amma Tótu, fyr-
ir framan hjá honum. Hann réri
jafnan suður í Höfnum á vetr-
arvertíðum. Ávallt, þegar hann
kom heim á vorin, færði hann
Tótu litlu frænku sinni eitthvað
smávegis. Eitt vorið gaf hann
henni léreft í skyrtu. Lérefts-
skyrtur voru næstum óþekkt f yr-
írbæri þá og þar. Allir gengu í
vaðmálsskyrtum úr heimaofn-
Um dúk og af klæddust þeim, þeg-
ar lagzt var til svefns. Þeir, sem
ekki áttu neinn koddann, eins
og Tóta, breiddu þá vaðmáls-
skyrtuna sína yfir taslið undir
höfðinu, meðan sofið var.
Frændi Tótu kom skyrtuefn-
inu til mömmu hennar, og skyldi
hún sauma skyrtuna fyrir næstu
jól. Þá þekktust ekki saumavél-
ar. Allt var saumað í höndun-
um.
Tóta litla fékk skyrtuna í tæka
tíð fyrir jólin. Aldrei hafði hún
í rauninni hlakkað til jólanna
eins og nú. Svo komu þau þá
blessuð með lostætu hangikjöti
og lummum, tólgarkerti, aukn-
um sálmasöng, lengri bænum
og húslestrum og agnarlítið
hlýrra viðmóti og meiri mann-
úðarkennd gagnvart munaðar-
leysingjanum. Þó var lérefts-
skyrtan það dásamlegasta af
þessu öllu saman og stálin á
henni það yndislegasta, sem
hún vissi. En hvað þau féllu vel
að úlnliðunum! Og hvað skyrtan
féll vel að ungmeyjarbrjóstun-
um, sem ekki voru enn farin að
segja til sín svo að mark væri
að.
Svo liðu þá blessuð jólin og
höfðu á sér tvo enda, annan
samkvæmt almanakinu en hinn
sálrænan. Næstu vikur liðu, og
Tóta litla fór úr léreftsskyrt-
unni sinni, því að nú skyldi hún
lögð í keytu eins og annar þvott-
ur og þvegin, síðan úr henni
skolað í bæjarlæknum. — Úr
þvottinum kom svo skyrtan
aldrei aftur í hendur eigand-
ans. Aldrei vogaði hún nokkru
sinni að spyrja eftir skyrtunni.
Þorði ekki að taka afleiðingun-
um. En hún saknaði hennar sárt.
Fyrst og fremst var hún óvenju-