Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 57
B L I K
55
alltaf áhuga fyrir sjónum, og
er það víst arfur frá feðrum
mínum. Það hefir líka komið
fyrir oftar en einu sinni, að ég
hefi fengið leyfi til að fara í
fiskiróður, og ætla ég nú að
segja frá einum slíkum.
Það var í marz 1954, að mig
minnir, nóttina milli 12. og 13.
„Júlía“ skreið út höfnina ásamt
öðrum Eyjabátum.
Á Víkinni var staðnæmzt og
beðið eftir að ,,blússið“ yrði
gefið.
Veðrið var dásamlegt, logn
og sléttur sjór og gaman að sjá
alla Ijósadýrðina; hvít, rauð og
græn Ijós.
Allt í einu kveður við feiknar
niður og reykur stígur upp frá
bátunum. Nú hafði ,,blússið“
verið gefið og flotinn brunar út
til miða. „Júlía“ heldur suður
með Urðum og kokkurinn segir
mér, að nú ætli „kallinn“ út á
landsuður.
Eftir hálftíma siglingu er far-
ið að leggja línuna. Ekki er þó
búið að leggja mikið, þegar byrj-
ar að kalda, og kominn er storm-
ur, þegar lagðir hafa verið 30
stampar. Þá er hætt að leggja
meira og ljósdufl sett á. Við
það er lónað fram í afturelding.
Á. meðan leggja sig allir nema
einn, sem er á verði. Auðvitað
reyni ég að sofna, en það geng-
ur illa vegna veltings. Sjóveik
er ég ekki. Varla er orðið bjart,
þegar byrjað er að draga lín-
una, en þá er komið suð-austan
rok með slyddu. Sjórinn fyssar
yfir bátinn, og hann hendist til.
Ég held mig í stýrishúsinu og
reyni af veikum mætti að fylgj-
ast með því, sem fram fer. Ég
á vont með að hemja mig, enda
er veltingurinn óskaplegur.
Naumast er hálf línan dregin,
þegar hún slitnar. Er þá ekki
talið fært að draga meira sök-
um óveðurs Haldið er því til
hafnar, en með lítinn feng. Sjó-
mennirnir segja: „Ekki eru all-
ar ferðir til fjár, þó að farnar
séu.“
Októvia A ndersen
1. b. B.
Minnisstæbur atburbur
Þessi litla frásögn sýnir, hve
djúp áhrif illt og gott getur
haft á óþroskaða bamssál. Þeg-
ar amma mín var 9 ára gömul,
kom þetta atvik fyrir hana, þar
sem hún ólst upp í Dyrhóla-
hverfi í Mýrdal. Af því að hún
varð svo hrædd, þá man hún
þetta eins vel og það hefði gerzt
í gær, en nú er hún yfir átt-
rætt. Hún segir svo frá:
„Ég og jafnaldra mín vorum
látnar reka kýrnar út í haga, er
búið var að mjólka þær á
morgnana. Áttum við að reka
þær vestur fyrir Gerði, sem svo
er kallað. Er það nokkuð hátt