Blik - 01.05.1957, Side 57

Blik - 01.05.1957, Side 57
B L I K 55 alltaf áhuga fyrir sjónum, og er það víst arfur frá feðrum mínum. Það hefir líka komið fyrir oftar en einu sinni, að ég hefi fengið leyfi til að fara í fiskiróður, og ætla ég nú að segja frá einum slíkum. Það var í marz 1954, að mig minnir, nóttina milli 12. og 13. „Júlía“ skreið út höfnina ásamt öðrum Eyjabátum. Á Víkinni var staðnæmzt og beðið eftir að ,,blússið“ yrði gefið. Veðrið var dásamlegt, logn og sléttur sjór og gaman að sjá alla Ijósadýrðina; hvít, rauð og græn Ijós. Allt í einu kveður við feiknar niður og reykur stígur upp frá bátunum. Nú hafði ,,blússið“ verið gefið og flotinn brunar út til miða. „Júlía“ heldur suður með Urðum og kokkurinn segir mér, að nú ætli „kallinn“ út á landsuður. Eftir hálftíma siglingu er far- ið að leggja línuna. Ekki er þó búið að leggja mikið, þegar byrj- ar að kalda, og kominn er storm- ur, þegar lagðir hafa verið 30 stampar. Þá er hætt að leggja meira og ljósdufl sett á. Við það er lónað fram í afturelding. Á. meðan leggja sig allir nema einn, sem er á verði. Auðvitað reyni ég að sofna, en það geng- ur illa vegna veltings. Sjóveik er ég ekki. Varla er orðið bjart, þegar byrjað er að draga lín- una, en þá er komið suð-austan rok með slyddu. Sjórinn fyssar yfir bátinn, og hann hendist til. Ég held mig í stýrishúsinu og reyni af veikum mætti að fylgj- ast með því, sem fram fer. Ég á vont með að hemja mig, enda er veltingurinn óskaplegur. Naumast er hálf línan dregin, þegar hún slitnar. Er þá ekki talið fært að draga meira sök- um óveðurs Haldið er því til hafnar, en með lítinn feng. Sjó- mennirnir segja: „Ekki eru all- ar ferðir til fjár, þó að farnar séu.“ Októvia A ndersen 1. b. B. Minnisstæbur atburbur Þessi litla frásögn sýnir, hve djúp áhrif illt og gott getur haft á óþroskaða bamssál. Þeg- ar amma mín var 9 ára gömul, kom þetta atvik fyrir hana, þar sem hún ólst upp í Dyrhóla- hverfi í Mýrdal. Af því að hún varð svo hrædd, þá man hún þetta eins vel og það hefði gerzt í gær, en nú er hún yfir átt- rætt. Hún segir svo frá: „Ég og jafnaldra mín vorum látnar reka kýrnar út í haga, er búið var að mjólka þær á morgnana. Áttum við að reka þær vestur fyrir Gerði, sem svo er kallað. Er það nokkuð hátt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Blik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.