Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 24
22
B L I K
svo að vel blotnaði í skáninni á
því yfir nóttina. Síðan var gólf-
ið skafið út eða af því mokað á
aðfangadag.
Öll verzlun Mýrdælinga átti
sér þá stað á Eyrarbakka. Verzl-
unarferðin tók oftast 10-12 daga,
þegar vel gekk.
Tóta litla kostaði kapps um
að eiga sem mest af tíningslögð-
um til innleggs, þegar farið var
með ullina á Bakkann. Andvirði
þeirra voru einu tekjurnar, sem
hún hafði. Fyrir andvirði þeirra
lét hún oft kaupa sér ýmislegt
smávegis, svo sem sirsbút í
svuntu eða höfuðklút.
Eitt vorið hafði Tóta verið
næsta óvenjulega fundvís á
hagalagðana. Hafði hún þá safn-
að nær tveim pundum. Þau voru
látin saman við ull gamla manns-
ins, en hann átti nokkrar kind-
ur á bænum.
Árin áður hafði Tóta eignazt
tvo höfuðklúta fyrir tíninginn
sinn. Hún notaði annan til spari,
en hinn hversdagslega. Eitt sinn
var hún að vatna kúnum á
sunnudegi að vorlagi, en þær
voru jafnan leystar út og reknar
til vatns. Vegna helgarinnar
hafði Tóta hnýtt á sig spari-
klútinn sinn. Hún var heit og
rjóð við að leysa út kýrnar,
tók því af sér klútinn og lagði
hann frá sér á ábætismeisana,
sem hlaðið var upp öðru meg-
in við fjósdymar. Þegar hún
hugðist grípa klútinn aftur, var
hann horfinn. Hún skyggndist
um og sá þá, hvar eitt hom
hans stóð út úr kjaftviki á einni
kúnni. Hún hafði þá sem sé étið
klútinn. Þetta fannst Tótu litlu
næsta óbærilegur f járhagslegur
hnekkir.
Og nú vildi hún eignast rós-
óttan höfuðklút fyrir tíninginn
sinn í stað þess, sem kýrin át.
Löngu áður en lagt var af stað
á Bakkann með ullina, tók Tóta
að hlakka til þeirrar stundar,
er komið væri heim úr verzlun-
arleiðangrinum. Þá fengi hún
klútinn, fallegan, rósóttan höf-
uðklút. Hvílíkur fengur. Hvílíkt
djásn. Hvílík prýði um hár og
vanga. Hans skyldi sannarlega
gætt fyrir kúnum og kálfunum.
Nú var Tóta litla einmitt að kom-
ast á þann aldurinn, þegar stúlk-
ur nú á tímum taka að lifna til
lita og lakks. Hneigðir af sama
tagi bærðust einnig í brjósti
hennar, þegar hún fékk notið
sín og mannlífið var henni ekki
allt of þungbært og ótugtarlegt.
Loks kom Bakkalestin aftur
heim heilu og höldnu. — Tóta
beið með eftirvæntingu. Klút-
urinn, klúturinn. Hún beið í
ofvæni, en ekkert kom. Allir
fengu eitthvað úr varningsklyf j-
unum nema hún. — Loks
fékk hún að vita sannleikann:
Öll ull gamla mannsins hafði
verið tekin upp í skuld hans við
kaupmanninn á Bakkanum. Þar
með var ull Tótu eins og fyrr