Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 58
56
B L I K
fjall. Áttum við að fara neðan
undir hömrumrm vestur fyrir
Múla, sem er tangi, er skagaði
nokkuð langt fram af björgun-
um. Var hann allur grasi vax-
inn. Var hann því beittur bæði
kúm og kindum. Þegar við vor-
um að snúa heim, kemur til okk-
ar strákur af næsta bæ og spyr,
hvort við viljum koma með sér
upp í Háugötu, en það var gata,
er lá framan í brekkunni, sem
var upp á björgin. Var hún oft
farin, er rekið var fé, því að
það stytti leiðina upp á björgin
að miklum mun. Veðrið var
gott, og vorum við því fúsar á
að gjöra þetta. En þegar við
erum komin upp, segjum við við
strákinn, að við viljum heldur
fara fyrir neðan hólinn, því að
það sé sléttara. En þá stekkur
hann upp á hólinn og kallar til
okkar, að það séu 3 naut að bíta
í láginni fyrir innan hólinn.
Segjum við honum þá að koma
strax, en þá fer hann að baula
til að vekja athygli þeirra á sér.
Endurtekur hann þetta nokkr-
um sinnum. Kemur hann því
næst stökkvandi og segir, að
nautin séu að koma. Var hann
sýnilega ekki minna hræddur
en við. Hlupum við nú öll eins og
fætur toguðu, þar til við erum
komin niður fyrir björgin. Fór-
um við þar inn í kofa, sem kall-
aður var Stekkur, en brátt sáum
við, að slíkt var vitleysa, því
brátt myndu nautin koma þang-
að og var þá ekki víst, að við
slyppum bráðlega. Tókum við
því það ráð að hlaupa vestur
með björgunum. Þar neðan und-
ir stóð svo stór blágrýtissteinn,
að ómögulegt var fyrir nautin
að komast upp á hann. Bak við
hann var skora, sem við gátum
skriðið inn í. Bak við stein þenn
an biðum við nú nokkra stund
og heyrðum við ekkert í naut-
unum. Þá sögðum við stráknum
að læðast meðfram björgunum.
Var hann tregur til, en fór samt
og kom aftur með þau tíðindi,
að öll nautin stæðu við kofa-
dyrnar, sem við fórum fyrst inn
í. Þá stukkum við vestur blá-
steinsskriður, sem voru skammt
frá steininum, er við höfðum
fyrir felustað, og vestur á Múl-
ann og svo suður mýri, er lá til
næsta bæjar, en þar átti strák-
urinn heima. Fórum við nú glað-
ar heim, en þegar minnst varði,
kemur eitt naut á móti okkur
miklu stærra en hin, og þegar
það sér okkur, fer það að róta
upp jörðinni og bölva einhver
ósköp. Snúum við þá til baka
og norður fyrir stóran hól, er
þarna var. Stukkum við norður
eftir honum. Fannst okkur
hjörtun ætla að springa, því
þetta var svo langt. Hóllinn var
kallaður Stórhóll.
En það er af nautunum þrem-
ur að segja, að þau stóðu til
kvölds við kofann, en stóra
nautið fór heim að bænum, sem