Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 48
46
B L I K
um. Sjá töflubrot þar um hér
síðar.“
Séra Brynjólfur Jónsson, að-
stoðarprestur hér 1852—1860 og
sóknarprestur frá 1860—1884,
kemst svo að orði í lýsing Vest-
mannaeyjasóknar, sem hann
samdi 1873:
„Ginklofi var hér fyrrum
mjög almennur á ungbömum,
svo að jafnvel næsta fá nýfædd
börn lifðu yfir 10 daga, en frá
því að dr. Schleisner að tilhlut-
an stjómarinnar kom hingað til
Eyjanna árið 1847 og dvaldi hér
um stund til að kynna sér og
komast fyrir orsakir ginklofans
og uppgötva ráð við honum, tók
sjúkdómur þessi að réna, og
nú ber það varla við, að nokk-
urt barn fái hann, og eiga menn
það að þakka bæði hentugri
meðferð á ungbörnum yfir höf-
uð að tala, er Schleisner kom
hér á —, og einkum olíu þeirri,
sem almennt er kölluð hér naf la-
olía, sem strax við fæðingu er
borin á nafla barnsins og allt
þar til, að gróið er fyrir nafl-
ann.“
Fyrir nokkmm dögum fékk
hér barn í Eyjum ginklofa. Það
var í Garðf jósinu svokallaða, og
dó það úr honum. Bað þá Hall-
dór læknir Gunnlaugsson mig
að gefa sér þær upplýsingar,
sem ég vissi um ginklofann frá
fyrri tíð og er þessi grein mín
árangur þeirrar athugunar.
Vestmannaeyjum, 16. des. 1915.
J. A. G.
Leiðréttingar
Nokkrar villur slæddust inn í
nafnaskrá við skólamyndir þær,
sem birtar voru í Bliki í fyrra. Hér
verða þær leiðréttar, eftir því sem
greinargóðir menn hafa tjáð okkur
sannast og réttast.
Á bls. 29:
„Jón T. H. Sigurðson Sigurðsson-
ar“. Les: Sigurðsson Vigfússonar.
Á bls. 31:
„sonur Sigurðar frá Stórumörk“.
Les: .... frá Syðstu-Mörk.
„Gíslína Einarsdóttir Kárason-
ar“. Les: Einarsdóttir Einarssonar.
Á bls. 33:
„Ólína Sigurðardóttir". Les: Ólína
Guðnadóttir.
„Þóra Vigfúsdóttir". Les: Þuríður
Vigfúsdóttir.
„Kristjana Einarsdóttir." Les:
Kristjana Þorsteinsdóttir.
Þá mun það sannast mála, er um
getur í greinarkorninu um Jón í
Gvendarhúsi, bls. 67, að Magnús
Stefánsson (Örn Arnarson) skáld
mun hafa ort braginn.
Á bls. 75 hafði fallið niður Gide-
onshróf. Það var á milli Gnoðar-
hrófs og Áróruhrófs.