Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 12
10
B L I K
ber. 1 þessu bréfi skýrði hann
frá því, að honum hefði borizt
í hendur 2. sept. erindi Hans
Klogs og prestanna. Hafi veður
hamlað, að prófastur kæmist
út í Eyjar, en nú kvaðst hann
senda svar Klogs kaupmanns,
áætlun hans um efniskostnað og
uppdrætti hans af kirkjunni,
timburkirkju og steinkirkju. Þá
sendi hann skoðunargjörð Klogs
og prófasts og vottorð biskups
og umsögn um kirkjubygging-
una. Stiftamtmaður tók fram,
að hann teldi ekki þörf á því, að
kirkjan væri klædd innan með
múrsteini, enda væri það of dýrt.
Virðist helzt af þessum ummæl-
um mega ráða, að stiftamtmað-
ur hafi þá talið víst, að byggð
yrði steinkirkja. Um sömu
mundir skrifaði stiftamtmaður
Klog kaupmanni og bað hann að
skýra kammerinu frá því, hvort
til væru í Eyjum flatir, kantað-
ir steinar hæfilegir í kirkjubygg-
inguna.
Árið 1773, nálega allt, var
bygging kirkjunnar síðan til at-
hugunar hjá rentukammeri og
hinni konunglegu bygginga-
stjórn eða bygginganefnd. Leit-
að var tillagna Anthons, kon-
unglegs byggingameistara og
umsjónarmanns hinna konung-
legu halla, og lagði hann til, að
kirkjan yrði byggð úr steini, „af
Grundmuur af de ved Stedet
havende kaldede Brunsteene“.
Áætlun hans um byggingar-
kostnaðinn var dags. 21. apríl
1773.
Um haustið var þetta málefni
lagt fyrir konung og 15. nóv-
ember 1773 var gefið út kon-
ungsbréf um það, að eftir til-
lögum og uppdrætti Anthons
byggingameistara skyldi á
kostnað ríkissjóðs reisa Landa-
kirkju úr steini. Áætlaður kostn-
aður var talinn 2735 ríkisdalir.
Þannig voru tillögur Hans
Klogs kaupmanns komnar í
deigluna. Rentukammer ritaði
4. desember 1773 til bygginga-
nefndarinnar og skýrði henni
frá málavöxtum. Hefur efni
bréfsins verið rakið hér að fram-
an. Jafnframt var frá því skýrt,
að Anthon byggingameistara
hefði verið falið að útvega efni í
bygginguna og lagt fyrir nefnd-
ina að tilkynna verzlunarstjórn-
inni að vera við því búin að
flytja allt efni til kirkjunnar á
næsta vori og danska iðnaðar-
menn til þess að vinna að bygg-
ingunni. Bent var á Berger múr-
ara til að standa fyrir stein-
byggingunni, því hann væri
kunnugur staðháttum á Islandi
vegna dvalar sinnar áður þar í
landi. Þá var lagt fyrir verzlun-
arstjórnina að fela kaupmanni
sínum í Vestmannaeyjum, að
rífa gömlu kirkjuna, og skýra
honum frá því, að frekari fyrir-
mæli mundu koma frá stiftamt-
manni. Anthon gerði síðan 27.
desember 1773 skrár um efni,