Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 34
32
BLIK
sína hingað til Eyja. Þórunn
hafði þá í fátækt sinni og um-
komuleysi skotið yfir hana
skjólshúsi og léð henni vistar-
veru. Þessi stúlka hafði gifzt
hér og átti nú húsum að ráða.
Hjá henni og manni hennar fékk
nú Þórunn húsaskjól. Hjónin
eru þau Sigríður Brandsdóttir
og Gísli Ingvarsson að Uppsöl-
um. Hjá þessum mætu hjónum
leigði Þónmn herbergi í 28 ár,
og hjá þeim dó hún í desember
1953, 88 ára að aldri eins og
áður segir.
Þau árin, sem Þórunn leigði í
Uppsölum, greiddi bæjarsjóður
húsaleigu fyrir hana. Sigríður
og Gísli voru Þórunni í alla
staði góð. Hún unni þeim og
virti þau. Margir Eyjabúar véku
góðu að Þórunni Ketilsdóttur.
Hún naut jafnan hjálpsemi
þeirra og hugarhlýju. Það við-
urkenndi hún fúslega og þakk-
aði. Börn þeirra hjóna frá
Reynisholti voru henni hugul-
söm og góð til hinztu stundar.
Einnig afkomendur þess fólks,
er hún ólst upp hjá, voru henni
artarlegir og sendu henni gjafir.
Kaupmaður í bænum, sem dval-
izt hafði og starfað í Skafta-
fellssýslu um árabil, gaf henni
neyzlumjólk í mörg ár. Svo
mætti lengur telja dæmi um
hjálpsemi og samúð fólks til
handa hinni hjartahlýju og
trygglyndu öðlingskonu, sem
bar jafnan þunga byrði og lifði
við kvöl og kröm heilsuleysis
langa ævi sökum skorts og
skilningsleysis, sökum miskunn-
arleysis og harðýðgi, sökum
vöntunar á mannúð og með-
kennd á uppvaxtarárunum.
Þórunn gat rímað vísu, þegar
hún vildi það við hafa. Það
gerði hún helzt, þegar hún
skrifaði í minningabækur ungra
vina sinna. Flestar vísur hennar,
þær, sem ég hefi séð, eru fyrir-
bænir eða frómar óskir til vina
hennar og velgjörðarmanna. Ég
læt hér nokkrar f júka, og skulu
þær vera sýnishorn af kveðskap
hennar.
Til ungrar vinkonu:
Eina heita ósk ég finn,
að henni stefnir hugur minn;
gjöri alheimsgjafarinn
gæfuskreyttan veginn þinn.
I minnisbók barns:
Guðs og manna græddu hrós,
glöð og hýr í sinni.
Jesús sé þér leiðarljós
lífs á vegferð þinni.
Til dáinnar vinkonu:
Ég krýp við kistu þína
og kveð þig nú um stund.
Síðar aftur sjáumst
í sælla vina lund.
Það líður á ævikvöldið:
Lifað hef ég langan dag
leidd af drottins mildi.
Aldrei hef ég þakkað það
þó sem vera skyldi.