Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 90
88
B L I K
innan við syðri hafnargarðinn
en utan við Holuklett. En þar
sem raun sannaði, að ekki voru
tök á að hafa þar báta vegna
sjávargangs í illviðrum, var
hætt við að leggja bátum þar,
og legufærin tekin upp. Bátur-
inn, sem notaði um tíma þetta
legufæri, hét Freyja, VE 260.
Festarnar í höfninni voru
ætíð yfirfarnar og lagfærðar á
hverju ári, og þess utan alltaf
auðvitað, ef þær biluðu, þvi að
þá höfðu bátar ekki í önnur
horn að venda en að liggja við
festar úti á höfn.
Hver bátsfesti með taumi og
háls var kölluð ból. Sérhvert ból
bar nafn af þeim báti, sem það
notaði eða hafði notarétt af.
Til þess að komast á milli
lands og vélbáts á höfninni, átti
hver bátur sinn eigin árabát til
afnota handa sinni skipshöfn.
Þessir árabátar voru mismun-
andi að stærð og ólíkir að útliti
og gæðum. Bátar þessir voru
kallaðir skjögtbátar eða skjögt-
arar. Stundum urðu þessir bátar
mestu óheillafleytur, ullu slys-
um og manntjóni, en það er
önnur saga.
Nú eru allir hættir að leggja
fiskibátum sínum úti á höfn við
legufæri að loknum fiskiróðri,
þar sem Eyjabúar eiga nú ör-
uggar bátakvíar og góðar
bryggjur til afnota bátunum og
til geymslu á þeim.
Vafalaust sér enginn eftir því
að losna við þann frumbýlings-
hátt og það erfiði, sem samfara
var festunum og bólunum.
Þegar búið var að landa fisk-
inum, var farið með vélbátinn út
að bóli. Þar þurfti að draga upp
hálsana og festa bátinn, ausa
mjög oft þóttufullan skjögtbát,
og stundum taka barning frá
vélbátnum í naust. Síðan kom
setningur á þungum bát. Þetta
allt var hvimleitt aukastarf fyr-
ir blauta og hrakta sjómenn eft-
ir erfiða veiðiför í vondum sjó-
veðrum.
Nú er þetta, sem betur fer,
söguþáttur liðins tíma og kem-
ur aldrei aftur. Bættur aðbún-
aður á öllum sviðum er það, sem
koma skal. Gjörbreytingar og
stórframfarir til bættrar að-
stöðu og aukinna þæginda hér
innan hafnar eru bæði lofs- og
þakkarverðar.
Leiðarmerki fyrir innsiglingu
inn á höfnina voru tvö. Þessi
merki voru staðsett þannig:
Ytra merkið var á Sjóbúðar-
kletti. Hann var þar sem Hafn-
arhúsið við Básaskersbryggju
stendur nú. Innra merkið var í
Skildingafjöru eða þar sem nú
er fiskhús v.b. Von II., VE 115.
Þessi merki voru allháir ljósa-
staurar með rauðum ljósum, þá
er þau loguðu. Er þessi merki
báru saman, var þar hin rétta
leið inn á höfnina milli hafnar-
garðanna fram hjá eyrarhálsun-
um.