Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 128
126
B L I K
ingum? Þú ættir að taka kon-
una þína þér til fyrirmyndar í
góðu líferni."
Hallur: „O, þetta er ekki orð
á hafandi, prestur minn. Ég
bölva dálítið, og hún biðst fyrir
við og við, en við meinum hvor-
ugt nokkuð með því.“
©
Gesturinn (á gluggann) :
„Hér sé Guð.“
Vinnukonan (gegnir inni):
„Það er ómögulegt; hér er allt
fullt af næturgestum."
©
Umræðuefnið var annað líf.
„Haldið þér, að við höldum
áfram sama starfi hinumegin?"
„Ekki þó hún tengdamóðir
mín. Hún býr nefnilega til
rjómaís.“
©
Ungfrú Anna hafði trúlofazt
Jóni gamla kaupmanni. Auð-
vitað varð þetta umtalsefni vin-
stúlkna hennar.
„Aumingja Anna! Þessum
gamla, nízka karlfausk!“
Þá segir ein: „Ég er viss um,
'að hann ber hana á höndum
sér.“
Önnur: „Já, því trúi ég, —
til þess að hún slíti ekki skón-
um.“
©
Ógiftur ungur læknir, sat við
sjúkrabeð þrítugrar meyjar og
hlýddi á harmatölur hennar.
Hann mælti:
„Hin slæma líðan yðar á ræt-
ur að rekja til annars en sjúk-
dóma. I hreinskilni sagt vil ég
ráðleggja yður að giftast."
Eftir stutta umhugsun mælti
sjúklingurinn.“
„Já, hr. læknir, þér hafið
vafalaust rétt fyrir yðm*!“ Svo
roðnaði hún og bætti við blíð-
lega: „Ef til vill vilduð þér fá
yður lífsförunaut?“
„Kæra ungfrú,“ svaraði hinn
ungi læknir kurteislega, „við
læknarnir ráðleggjum lyfin, en
við tökum þau ekki sjálfir inn.“
©
„Dóttir mín hefur gleypt gull-
pening, og nú á að skera hana
upp. Bara að Jóni lækni sé nú
treystandi.“
„Sei, sei, jú. Hann er talinn
mesti ráðvendis maður.“
©
Kalli: „Hvað gafstu unnust-
unni þinni í afmælisgjöf ?“
Gunnar: „Varalit, — og mest
af honum hefi ég f engið af tur og
þurrkað hann í vasaklútinn
minn.“
©
Kennarinn: „Getur þú, Guð-
mundur, sagt mér, hvort orðið
buxur er í eintölu eða fleirtölu?“
Guðmundur (eftir langa um-
hugsun): „Það er í eintölu að
ofan, en í fleirtölu að neðan.“