Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 67
B L I K
65
eftir að við höfðum fengið okk-
ur hressingu, fórum við að hátta
í vistlegum herbergjum, sæl og
þreytt eftir indælt ferðalag, og
hlökkuðum til að vakna að
morgni við söng fugla, þyt
skóga og vatnanið.
Helga Helgadóttir
I. bekk C.
Minni námsmeyjanna
„Ræðu“ þessa flutti Har-
aldur Gíslason, nemandi í 2.
bekk bóknáms, fyrir minni
skólasystra sinna á ársfagn-
aði skólans 1. des. s.l.
„Virðulegu jómfrúr og meyj-
ar.
I upphafi skapaði guð him-
in og jörð, en síðan skapaði
hann manninn og blés lífsanda
í nasir hans. Þegar hér var kom-
ið sköpunarverkinu, tók hann
eitt rif úr síðu Adams og bjó til
úr því Evu, formóður okkar
allra.
Þótt kvenréttindakonur eins
og matróna Elínborg og jómfrú
Klara megi ekki heyra slíkt
nefnt, eruð þið þó, stúlkur,
sprottnar frá karlmanninum.
I norrænum fræðum hétu
fyrstu mennimir Askur og
Embla. Það er dálítið gaman að
vita það og hugleiða, að til eru
trjátegundir með þessum nöfn-
um. Askur stendur sterkur og
beinn en emblan er veik jurt,
sem hallar sér að askinum og
styðst við hann. Þannig eigið
þið að styðjast við okkur, stúlk-
ur.
Þegar hún Eva hætti að
striplast gjörsamlega berstríp-
uð og tók að skýla nekt sinni
með fíkjublaði, þá hófst tízkan.
Enginn veit um öll þau óskap-
legu býsn af fötum, sem konan
hefur hengt utan á sig síðan.
Skinnpils hafa það verið í köld-
um löndum, en strápils í heitum.
Á Grænlandi ganga þær um í
skinnbrókum, sem líkjast bux-
um sumra námsmeyja, en lík-
lega lokulausar.
Eitt sinn klæddust konur í
10 pils eða fleiri. Innan undir
öllum þessum pilsafans var vír-
grind eins og í lampaskermi. Þá
heimtaði tízkan miklar mjaðm-
ir, stóran rass og bústinn barm.
Allar blómarósir skyldu vera
feitar eins og hún Gudda í
sveitinni.
Þá hétu karlmenn kavalerar
og riddarar, sem háðu einvígi
um blessaðar jómfrúrnar. Þetta
var á þeim tímum, þegar karl-
menn voru svo hégómlegir að
púðra sig og mála, og voru þeir
jafnvel slyngari í því en Halla.
Þá gengu þeir í hnébuxum með
spennuskó og settu meira vel-
lyktandi í sig en Steini og Geiri
í 3. bekk, þegar þeir eru á gæsa-
veiðum. Þá gerðust strákar eins
fýlugjarnir og stelpur og háv-
aðasamari en þeir Gjábakka-