Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 92
90
B L I K
staðsett, því að í ljós kom við
nána rannsókn, að leiðin eftir
þeim lá yfir báða eyrarhálsana,
norður- og suðureyrarhálsinn,
enda hafa innsiglingarmerkin
verið flutt til eftir því sem höfn-
in hefur verið dýpkuð og lag-
færð.
Til þess að fylgjast með sjáv-
arhæð í höfninni eða vita hið
rétta dýpi hverju sinni í innsigl-
ingunni voru notuð ýmis kenni-
leiti. Oftast var farið eftir Edin-
borgarbryggjunni. Hún var eins-
konar dýptarmálstokkur fyrir
innsiglinguna.
Áður en innsiglingin var
dýpkuð, var um 11—12 feta dýpi
á henni miðað við meðal-smá-
straumsflóð, en var þó misjafnt.
Það fór nokkuð eftir vindátt og
öðrum ástæðum.
Við vesturbrún Edinborgar-
bryggjunnar var stallur með af-
líðandi halla fram á stallsbrún-
ina. Fremst á þessari brún var
smáskora, og var það talið ugg-
laust, að um 11 feta dýpi væri á
innsiglingunni, ef sjórinn jafn-
jaðraði við þessa skoru. Enda
var • þetta smástraumsflóðs-
markið, sem farið var eftir að
öllum jafnaði.
Hér í Eyjum er mismunurinn
milli stórstraums flóðs og f jöru
um 3 metrar, en um 2 metrar í
smástraumum við allar venju-
legar aðstæður.
Kæmi skip, sem ætlaði inn á
innri höfnina, þurfti það að sæta
sjávarföllum, — helzt að nota
háflæði. Þó fór það að vísu eftir
því, hve stór skipin voru og
djúpskreið. Einnig voru skil-
yrðin sæmilegt veður, til þess að
skipin kæmust inn á höfnina,
enda þótt þau væru vélknúin.
Þegar skip beiddist hafnsögu-
manns, þurfti að kalla menn til
starfa á farkost hafnarinnar,
sem var í fyrstu árabátur, eins
og áður er sagt.
Venjulega ýttu fimm menn úr
vör auk hafnsögumanns og reru
með hann út að skipinu á því
flóðinu, sem það skyldi takast
inn. Ef þannig viðraði, að ekki
voru tök á að afgreiða skipið á
Víkinni, var hafnsögubáturinn
settur yfir Eiðið og róið út af
því norðanvert við það.
Eftir að hafnsögumanni hafði
verið komið um borð, var róið
aftur upp að Eiðinu og sett yfir
það. Síðan var biðið innan hafn-
ar, þar til skipið kom inn á höfn-
ina.
Á fyrstu árum vélbátanna átti
það sér ekki oft stað, að vélbát-
ur væri fenginn til að fara inn
fyrir Eiði með hafnsögumann.
Þó kom það fyrir. Ástæðan til
þess, hversu sjaldan þetta var
gert, tel ég fyrst og fremst van-
mat á notagildi vélbátanna til
þess og svo kostnaðarhliðin.
Ef ekki þótti fært út af Eið-
inu vegna veðurs á vel menntum
og sæmilegum árabáti, þá þótti
heldur ekki kleift að sigla skip-