Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 19
B L I K
17
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON:
TÓTA í Uppsölum
Um héraðsbrest ei getur, þó hrökkvi sþrek i tvennt,
er hriðarbylur geisar, það liggur gleymt og fennt.
Og eins er litill tregi og engin sorg d ferðum,
þó ekkja falli í valinn með sjötiu ár á herðum.
Svo kvað Guðmundur Friðjóns-
son skáld á Sandi um ekkjuna
við ána. Þetta erindi kemur mér
jafnan í hug, er ég tek að hug-
leiða efni í greinarkorn um Þór-
unni Ketilsdóttur, eða Tótu í
Uppsölum, eins og hún var jafn-
an nefnd hér í bæ.
Nei, enginn héraðsbrestur átti
sér stað, þegar Tóta í Uppsölum
féll frá í desember 1953 með 88
ár á herðum sér. Þó tel ég sögu
hennar þess verða, að hún sé
skráð í stórum dráttum. Er ekki
gimsteinninn hans Guðmundar
skálds á Sandi, kvæðið „Ekkjan
við ána“, saga íslenzku sveita-
konunnar í stórrnn dráttum?
Saga Tótu í Uppsölum getur
verið eilítil mynd af sögu fátæk-
asta hluta þjóðarinnar um aldir,
niðursetninganna svo kölluðu,
svo og þess bændafólks, sem
bjó við kotbændakjör.
1 greinarkorni þessu verður
að mestu stuðzt við frásögn
Þórunnar Ketilsdóttur sjálfrar,
eins og ég hefi átt hana í fórum
mínum um aldarfjórðungsskeið,
svo og eigin kynni af henni.
Af tillitssemi verður hér
hvorki getið manna né bæja
nema að góðu sé.
★
múraraiðn, en varð 1738 teikn-
ari hjá Eigtved byggingameist-
ara, einhverjum frægasta bygg-
ingameistara Dana. Árið 1751
varð hann konunglegur bygg-
ingameistari á Jótlandi og Fjóni,
en síðar einnig á Sjálandi.
Anthon þótti ekki mikill lista-
maður, en naut að Eigtveds.
Anthon var kvæntur bróður-
dóttur hans, Önnu Margréti
Eigtved. Eftir lát Eigtveds 1754
stóð Anthon fyrir nokkrum
byggingum eftir uppdráttum
Eigtveds. Landakirkja mun
vera með beztu verkum Ant-
hons byggingameistara.
Des. 1956. Jóh. Gunnar Ólafsson.
L