Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 5
B L I K
3
í byrgið og bárum fram óskirn-
ar, sem voru og eru einkamál
okkar. Andlit nemenda minna
voru einbeitt og ákveðin, og gat
ég ekki betur séð, en hjörtun
slægju með og hugur fylgdi máli.
Tvær óska minna voru þannig
vaxnar, að þeim varð fullnægt
á næstu 10—12 mánuðum eða
þá ekki. Vissulega fékk ég þeim
báðum fullnægt á s.l. ári. Hin
þriðja bíður síns tíma. Þær voru
allar frómar, lausar við alla
eigingirni og miðuðu að heilla-
málum almennings í þessu bæj-
arfélagi eftir minni gerð og
mínum takmarkaða skilningi.
Þessi forna sögn um óskirnar
þrjár og Helgafell er mjög
merkileg frá mínum bæjardyr-
um séð. Hún er að einu leyti
smækkuð mynd af lífinu sjálfu.
Beitum við ekki viljanum og
hugarorku í daglegu striti og
stríði, verður okkur harla lítið
ágengt. Það hafið þið sannar-
lega fengið að reyna sjálfir,
nemendur mínir, — þið, sem
hlotið hafið góðar gáfur í vöggu-
gjöf, en þó borið úr býtum mjög
lítinn árangur af löngu barna-
skólanámi. Einkunnir ykkar,
sem þann flokk fyllið, og reynsla
okkar kennaranna segja sína
sögu, hörmulega sögu um pund,
sem grafið hefir verið í jörðu,
gáfur illa notaðar — sögu um
afturlit og reikult ráð. Við verð-
um að vona það, nemendur, að
þetta standi allt til bóta, og
megi verða til viðvörunar og
skilningsauka hinum, sem bet-
ur eru á vegi staddir.
Nú vík ég máli mínu að öðru
ferðalagi.
Helg rit greina frá því, að
það hafi átt sér stað austur í
Gyðingalandi. Við Dauðahafið
stóð eitt sinn borg, sem Sódóma
hét. Sagan segir, að líf fólksins
þar hafi verið saurugt og synd-
samlegt í meira lagi. Þess vegna
afréð Guð að tortíma borginni.
Einn var sá maður þar, sem
sérstaklega gekk á guðs vegum
og forsjónin vildi ekki láta far-
ast. Hann hét Lot. Honum bauð
því Guð að ganga út úr borg-
inni. Það þáði hann með þökk-
um. Kona Lots var viljaveik,
götukær og gjálíf. Hún fylgdi
þó manni sínum út úr borginni,
vildi gjarnan njóta vináttu hans
við Drottinn og njóta þannig
ávaxta hins hreina lífernis.
Á leiðinni út úr borginni
hvarflaði hugur hennar sífellt
til hins bága siðgæðislífs, sem
hún hafði tamið sér í Sódóma
og unni. Viijinn til betrunar
var veikur. Hún þráði gjálífið,
veslings konan. Þess vegna leit
hún aftur. Og Drottinn lét hana
verða að saltstólpa. Þegar við
börnin í barnaskólanum lásum í
Biblíusögunum okkar um konu
Lots, sem leit aftur og varð að
saltstólpa, skildum við ekki sög-
una. Ekki fengum við heldur
skýringu á henni, þegar við