Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 94
92
B L I K
legt. Eftir því sem betur var
strengt á taumnum, því minna
svigrúm hafði skipið til að reika
(hér var notað danska orðið að
,,svansa“) aftur og fram. Er
þessi taumur hafði verið festur
um borð í skipinu, var vírinn
tekinn aftur í bátinn og festur á
sama hátt í annan afturtaum,
sem einnig var dreginn upp í
skipið og festur þar.
Það var næsta ófrávíkjanleg
venja að festa sérhvert skip að
aftan með tveim taumum. Oft
var örðugt og stritsamt við
þessa tauma, illt að ná þeim upp
sökum þyngsla. Það kom æði
oft fyrir, að taumarnir flókn-
uðu, þegar þeim var sleppt frá
skipinu eða straumsog sneri þá
saman.
Oftast var fyrst lokið við að
festa skipið að aftan, áður en
framtaumarnir voru dregnir
upp í það, en þó átti hitt sér
stað í einstaka tilviki.
Ef það þótti æskilegt að skip-
ið lægi innarlega eða vestarlega
á legunni, þurfti auðvitað að
gefa meira út af ankerisfestinni
en fyrr er sagt.
Væru góð veður eða kyrrt í
sjó, var annar framtaumurinn
látinn nægja, annars voru báðir
framtaumarnir notaðir. Reynt
var eftir megni að strengja sem
bezt allar festar, svo að skipið
yrði stöðugra og rásaði síður
fram og aftur.
Þegar skipin voru losuð úr
festum til brottfarar, var ávallt
byrjað að losa þau að framan
og framtaumunum sleppt af
festum. Þegar öllum taumunum
hafði verið rennt út af skipinu,
var ankerisfestin dregin inn og
haldið í áttina að hafnarmynn-
inu. Ef vindur var hliðstæður
eða á eftir, var tíðum hafður vír
úr afturtaum í skipið til þess að
halda því í horfinu, meðan ank-
erið var dregið upp. Þegar
ankerið var laust frá botni, var
vír þessum sleppt úr aftur-
taumnum, og skipið hóf ferð
sína út Leiðina. Árabátnum var
nú róið á eftir skipinu út á Vík-
ina til þess að sækja hafnsögu-
manninn. Væri ekki fært að ná
honum úr skipinu á Víkinni,
varð að setja bátinn yfir Eiðið
og ýta þar úr vör. Slíkar ferðir
út af Eiðinu voru æði oft strit-
samar hrakningaferðir, tíma-
frekar og áhættusamar, svo sem
sannazt hefur með slysförum,
sem átt hafa scr þar stað.
Jón I. SigurBsson.