Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 53
B L I K
51
hugsa um sýklafræði, þegar
saga þessi gerðist.
Af Schleisner er það einnig
að segja, að á meðan hann
dvaldi hér á landi, notaði hann
tækifærið til þess að kynna sér
fleiri hliðar heilbrigðismálanna,
sérstaklega sullaveikina; og
hann gerði víðtækar tillögur til
stjórnarinnar um skipun heil-
brigðismála hér á landi, sem
munu, meira eða minna, hafa
verið teknar til greina; og má
mikið vera, ef það hefir ekki
einmitt verið fyrir tillögur hans,
að fastri skipan var komið á
læknismál Vestmannaeyja, með
því að stofna héraðslæknis-
embættið, sem vera skyldi til
frambúðar, og var fyrsti hér-
aðslæknir samkvæmt þeirri
framtíðartilhögun danskur mað-
ur, að nafni Ph. Th. Davidsen,
frá 1852—1860, en það var líka
síðasti danski læknirinn hér í
Eyjum.
Athugasemdir
í Bliki 1956 birtist grein, sem heit-
ir „Kirkjurnar í Vestmannaeyjum."
Við grein þessa óska ég að gera
þessar athugasemdir:
í Eyjasögu minni, bls. 54, hefir
orðið prentvilla, þar sem sagt er, að
kirkjan á Kirkjubæ hafi verið helg-
uð St. Andrési. Fyrst og fremst
verður öllum þessi prentvilla ljós,
ef lesnar eru bls. 62, 65 og 69 í
Eyjasögunni. Einnig hefur hún ver-
ið leiðrétt í blöðum, síðan sagan
kom út.
í nefndri grein í Bliki, bls. 13
segir: „Bænhús þessi stóðu lengi,
einkum á Ofanleiti, því að bæn-
húsið þar var ekki rifið fyrr en
1850.“
Bænhúsið á Ofanleiti stóð með
vissu 1860 og fram yfir þann tíma.
Árið 1885 er það enn órifið, en
breytingar höfðu verið gjörðar á
því. Áður var það og fram um 1860 í
þrem stafgólfum, af timbri gjört,
tjargað að utan með lagðri þak-
hellu. Einn glergluggi var á því
með fjórum rúðum.
Bænhúsið á Kirkjubæ stóð samt
lengur. Húsið, sem í daglegu tali var
alltaf nefnt bænhúsið, þó að hætt
væri fyrir löngu að nota það til
kirkjulegra athafna, stóð fram að
síðustu aldamótum. Það heyrði til
bænhússjörðinni á Kirkjubæ, en eigi
staðarbænum, eins og ranglega var
greint í skýrslu til Þjóðminjavarð-
ar á sínum tíma.
Árið 1924, eða 24 árum eftir að
bænhúsið var rifið, fannst legsteinn
séra Jóns Þorsteinssonar píslarvotts
í bænhússstæðinu. Séra Jón hefir
verið jarðsettur inni í bænhúsinu
fyrir framan altarið.
Órökstutt verður að teljast með
öllu, að fyrsta kirkjan í Vestmanna-
eyjum hafi verið reist á eyrinni
undir Heimakletti. Á seinni tímum
hafa margir nefnt eyri þessa
Hörg(a)eyri án sannana fyrir því,