Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 77
B L I K
75
ur og það var fegið frelsinu. En
Tryggur skildi ekki neitt 1
neinu og sat eftir með rauna-
svip, — hann, sem hafði verið
búinn að hafa svo mikið fyrir
þessu.
Örugg vissa var fyrir því, hve
gott var að treysta Trygg í
dimmviðrum eða byljum að
vetrinum, þegar illt var að rata.
Alltaf rataði Tryggur rétta leið.
Einnig var honum sýnt um að
finna, hvar bezt og öruggast
var að fara yfir ár og vötn á ís.
Borgþór E. Pálsson
3. bekk verknáms
Hún Gibba litla
Lambið hafði týnt móður
sinni, þegar verið var að marka
í Elliðaey, og enginn ær vildi
eiga það. Mennirnir ætluðu að
lóga lambinu, en ég kenndi svo
sárt í brjósti um litla málleys-
ingjann, svo að ég spurði pabba
minn, hvort ég mætti taka það
með mér heim. Hann játaði því.
Ég varð bæði glöð og ánægð að
mega hafa heimalning yfir sum-
arið.
Þannig atvikaðist það, að
lambið kom heim.
Þegar við komum heim með
lambið, gáfum við því að drekka
úr pela. Svo höfðum við það inni
fram á kvöld. Við háttamálin
settum við það í hlöðuna. Þar
undi það sér illa í fyrstu. Ég
hafði þá mikinn ama af líðan
móðurleysingjans. Brátt lærði
það að kroppa í heystálið í
hlöðunni.
Þegar það heyrði, að verið var
að mjólka á morgnana, jarmaði
það hátt og sparkaði í hlöðu-
hurðina. Það vildi fá að drekka.
Þá var því gefið, en lítið drakk
það í einu. Það varð því að gefa
því oft á dag. Vorið leið, og
fyrri hluti sumars og alltaf
stækkaði Gibba litla, en svo var
hún kölluð, móðurlausa gimbr-
in. Þegar sláttur hófst, var
Gibbu hleypt út úr hlöðunni. Þá
lék hún sér og hoppaði í loft
upp af einskærri gleði. Hún
jarmaði sáran, þegar hún vildi
fá pelann sinn. Fór ég þá út á
tún til hennar og gaf henni að
drekka. Hún saug úr pelanum
af mikilli ákefð og dinglaði
dindlinum ótt og títt. Þegar hún
hafði tæmt einn pelann, fékk
hún annan. Oft drakk hún 3—4
pela kvölds og morgna og 2
pela á daginn. Eftir að sláttur
hófst, elti hún fólkið um túnið.
Stundum kom það fyrir, að
Gibba stalst að heiman. Þegar
ég vissi það, fór ég að leita
hennar. Einu sinni komst hún
inn í rófugarð við túnjaðarinn
og tók að éta kálið. Aldrei þessu
vant anzaði hún mér þá ekki,
þegar ég kallaði á hana. Ég varð
að sækja hana inn i garðinn.
I haust var Gibba tekin að