Blik - 01.05.1957, Page 77

Blik - 01.05.1957, Page 77
B L I K 75 ur og það var fegið frelsinu. En Tryggur skildi ekki neitt 1 neinu og sat eftir með rauna- svip, — hann, sem hafði verið búinn að hafa svo mikið fyrir þessu. Örugg vissa var fyrir því, hve gott var að treysta Trygg í dimmviðrum eða byljum að vetrinum, þegar illt var að rata. Alltaf rataði Tryggur rétta leið. Einnig var honum sýnt um að finna, hvar bezt og öruggast var að fara yfir ár og vötn á ís. Borgþór E. Pálsson 3. bekk verknáms Hún Gibba litla Lambið hafði týnt móður sinni, þegar verið var að marka í Elliðaey, og enginn ær vildi eiga það. Mennirnir ætluðu að lóga lambinu, en ég kenndi svo sárt í brjósti um litla málleys- ingjann, svo að ég spurði pabba minn, hvort ég mætti taka það með mér heim. Hann játaði því. Ég varð bæði glöð og ánægð að mega hafa heimalning yfir sum- arið. Þannig atvikaðist það, að lambið kom heim. Þegar við komum heim með lambið, gáfum við því að drekka úr pela. Svo höfðum við það inni fram á kvöld. Við háttamálin settum við það í hlöðuna. Þar undi það sér illa í fyrstu. Ég hafði þá mikinn ama af líðan móðurleysingjans. Brátt lærði það að kroppa í heystálið í hlöðunni. Þegar það heyrði, að verið var að mjólka á morgnana, jarmaði það hátt og sparkaði í hlöðu- hurðina. Það vildi fá að drekka. Þá var því gefið, en lítið drakk það í einu. Það varð því að gefa því oft á dag. Vorið leið, og fyrri hluti sumars og alltaf stækkaði Gibba litla, en svo var hún kölluð, móðurlausa gimbr- in. Þegar sláttur hófst, var Gibbu hleypt út úr hlöðunni. Þá lék hún sér og hoppaði í loft upp af einskærri gleði. Hún jarmaði sáran, þegar hún vildi fá pelann sinn. Fór ég þá út á tún til hennar og gaf henni að drekka. Hún saug úr pelanum af mikilli ákefð og dinglaði dindlinum ótt og títt. Þegar hún hafði tæmt einn pelann, fékk hún annan. Oft drakk hún 3—4 pela kvölds og morgna og 2 pela á daginn. Eftir að sláttur hófst, elti hún fólkið um túnið. Stundum kom það fyrir, að Gibba stalst að heiman. Þegar ég vissi það, fór ég að leita hennar. Einu sinni komst hún inn í rófugarð við túnjaðarinn og tók að éta kálið. Aldrei þessu vant anzaði hún mér þá ekki, þegar ég kallaði á hana. Ég varð að sækja hana inn i garðinn. I haust var Gibba tekin að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Blik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.