Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 45
Myndir af séra Jes A. Gis'lasyni. Frá vinstri: Séra Jes 13 ára. Myndin er tekin fyrsta
árið, sem hann gekk í Latínuskólann. Myndin í miðið er tekin af séra Jes sjötugum.
Hann hefur langa œvi iðkað útiiþróttir svo sem hlauþ og stökk. Á mynd þessari sést
hann vera að iðka stökk. Lengst til heegri er séra Jes áttræður.
tillögum varð ferð Schleisners
læknis til Islands 1847. Danska
stjórnin skipaði hann í ferða-
lag þetta 12. marz þá um vetur-
inn. Hann hét fullu nafni Peter
Anton Schleisner og var fæddur
15. júní 1818.
Schleisner kom hingað til Is-
lands vorið 1847 og ferðaðist
það sumar um Norður- og
Austurland, en dvaldist um vet-
urinn hér í Vestmannaeyjum.
En sumarið eftir, eða 1848, fór
hann vestur á Snæfellsnes og
vestur í Barðastrandarsýslu.
Schleisner tókst að lækna gin-
klofann að mestu, svo að hans
hefir varla orðið vart síðan hér
í Eyjum. Hann ritaði fróðlega
bók um ferð sína til Islands og
athugunar, er hann gerði hér,
er hann kom aftur til Danmerk-
ur. Sú bók var gefin út í Kaup-
mannahöfn 1849. Nokkurn kafla
þeirrar bókar notaði Schleisner
fyrir doktorsdisputats (dokt-
orsritgerð).
Orð lék á því hér í Eyjum
um það leyti, sem Schleisner
fór héðan, að borið hefði á geð-
veiki hjá honum likt og hjá
Schneider lækni, er var hér sam-
tímis honum. Álitið var, að
Schneider hefði að nokkru ver-
ið valdur að þunglyndi Schleisn-
ers læknis.
Eftirfarandi frásögn er eftir
konu, sem ól barn á „Stiftels-
inu“ hjá Schleisner lækni. Móðir
mín sagði mér, en konan, sem
ól barnið, var móðir hennar en
amma mín, Ásdís Jónsdóttir frá
Stakkagerði.
Þegar Schleisner kom hingað