Blik - 01.05.1957, Blaðsíða 71
B L I K
69
hugðum, að víkingar til forna
hefðu ráðizt á land. Þar fundum
við hreiðrið eftir dálitla leit, og
voru nú í því þrír litlir og fal-
legir ungar. Er við höfðum lok-
ið við að skoða ungana í krók
og kring og velt þeim á allar
hliðar, yfirgáfum við þessa litlu
eyju.
Þess ber þó að minnast, að
eyjan bar merki hinna miklu
landvinninga okkar. Höfðum við
rekið þar í jörðu niður gamalt
fjósrekuskaft og stóð það nú
þarna og bar öllum, er framhjá
fóru, merki óskoraðs valds okk-
ar og yfirráða. Þetta var gert
til þess að enginn færi villt mn,
hver þarna löndum réði.
Við óðum nú til lands og
sprikluðum í þurru grasinu góða
stund til að þerra okkur. Nú
litum við út á vatnið aftur. Þá
sáum við andamömmu hef ja sig
til flugs á ný og setjast aftur
í hólmann.
Lékum við okkur þarna í
grasinu um stund, fórum í elt-
ingaleik á bakkanum, þó að ó-
þægilegt væri, því að mýrarstör-
in stakk okkur í fæturna. Hugð-
um við því brátt til heimferðar
og bjuggumst til að klæða okk-
ur. En í sama bili og ég renndi
fætinum í aðra nærbuxnaskálm-
ina, heyrði ég félaga minn kalla:
„Nei, Björn, sjáðu köttinn,
sem syndir þarna úti við hólm-
ann!“
Mér var kunnugt um, að kött-
um er ekkert um vatn gefið,
svo að ég sneri mér undrandi
við. Var ég þá næstum dottinn
um hina nærbuxnaskálmina, þar
sem hún flæktist um fót minn í
snúningnum. Ég vildi sjá þenn-
an kynlega kött, sem synti eins
og selur að sögn félaga míns.
Og sjá, þarna kom kvikindið
upp úr vatninu og það virtist
engu líkara en stórum og löng-
um ketti. Það synti nú hratt í
áttina að hólmanum. Þegar
kvikindið kenndi lands í hólm-
anum, stökk það upp í hann
eins og fjöldinn allur af árum
og púkum væri á hælunum á
því.
En um leið og það skauzt upp
í hólmann, sá ég, að það var
með langt og loðið skott. I sömu
svipan vissi ég, hvaða óféti
þetta var, þetta var MINKUR.
Ég vissi, að minkurinn hefur
mjög langt skott. Ég var dálitla
stund að átta mig á þessu, en
síðan kallaði ég upp yfir mig:
„MINKUR, MINKUR — MINK-
UR —
Nú tók félagi minn viðbragð
líka. Hann var kominn í nær-
haldið sitt. Litum við í flýti í
kringum okkur í leit að ein-
hverju, sem hægt væri að veit-
ast að minknum með. Sáum við
ekkert annað þarna nálægt
nema utanyfirbuxur okkar.
Þrifum við þær í skyndi, hlupum
út í vatnið og óðum eins hratt
og við gátum í áttina að hólm-