Blik - 01.05.1958, Blaðsíða 15
B L I K
13
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON:
Traustir ættliðir
1. Sigríður Einarsdóttir
I þann tíð var fátækasta hluta
þjóðarinnar flest annað fyrir-
munað en að deyja úr hor.
Með mörgu öðru var það mikl-
um vandkvæðum bundið og erf-
iðleikum háð ungum og ör-
snauðum elskendum að fá jarð-
næði til ábúðar. Þá var líka ein-
okunarverziunin í algleymingi
og kaupmenn hennar alls ráð-
andi þrátt fyrir tólf ára tilslök-
un. Þá hafði sú verzlunarvá
þjakað íslenzku þjóðinni og þjáð
hana í nærfellt tvö hundruð ár.
Öllum þessum staðreyndum
fengu þau að þreifa á, Einar
Pálsson og Guðný Þorsteins-
dóttir, sem undir aldamótin 1800
reistu sér bú að Úlfsstaðahjá-
leigu 1 Austur-Landeyjum. Hún
var þá 29 ára að aldri, en hann
24.
Jörðin var þá eitthvert arg-
asta kotið í allri sveitinni, aðeins
eitt hundrað að dýrleika. Og
fylgdi henni aðeins eitt kúgildi
eða 6 ær loðnar og lembdar.
Aldamótaárið 1800 fæddist
þessum hjónum fyrsta barnið.
Það var einkarefnilegt stúlku-
barn. Jólin fóru í hönd og þau
einyrkjahjónin höfðu ekki að-
stöðu til að láta skíra litlu stúlk-
una sína daginn þann, sem hún
fæddist, eins og siðvenja var og
sjálfsagt þótti, ef nokkur tök
voru á. Einyrkjabóndinn á sult-
arkotinu var kafinn önnum,
snjór mikill á jörðu, dagur
skemmstur og veður öll válynd.
Skírnarathöfninni var því skot-
ið á frest fram yfir áramótin.
En 4. jan. 1801 var litla stúlkan
skýrð og hlaut nafnið Sigríður.
Fimm árum síðar (1805)
fæddist þeim hjónum annað
stúlkubarn, sem skírt var Mar-
grét. Árið 1810 eða þar um
bil fæddist þeim þriðja stúlkan,
sem einnig hlaut Margrétar-
nafnið.
Ekkert þráðu þau hjón heit-
ar en að losna af sultarkotinu
Úlfsstaðahjáleigu og fá betri
jörð til ábúðar. Það gat því að-
eins tekizt, að sérstök heppni
væri með, svo mjög sem sótt var
eftir hverju jarðnæði, er losnaði
úr ábúð, og fjölmargar jarðir
í eigu fárra aðila, flestar í eigu
kirkju og konungs.
Loks fengu þau hjón Einar
og Guðný ábúð á öðru býlinu að
Bryggjum í sömu sveit.