Blik - 01.05.1958, Blaðsíða 63
B L I K
61
Helgafell o. s. frv. og oftast var
þetta ekkert skemmtilegt, en í
Gagnfræðaskólanum fóru allir
bekkirnir saman og þá var oft-
ast farið í leiki eða annað, og
það hlaut að vera skemmtilegra.
Og svo voru hugvekjur í þess-
um nýja skóla. Og þá talaði
annaðhvort kennari eða skóla-
stjóri við allan hópinn um skól-
ann og skólalífið. Þar voru líka
málfundir haldnir annað hvert
laugardagskvöld og það hlaut
að vera skemmtilegt. Þá voru
umræður og töluðu krakkarnir
um eitthvað, sem þeim var sagt.
Svo voru kvikmyndir og dans
á eftir.
Svo sögðu krakkarnir, sem
höf ðu verið í þessum skóla áður,
að það væri svo mikið að læra,
að það væri aldrei hægt að líta
upp frá bókinni. Og ef einhver
kynni ekki það, sem hann var
spurður um, þá væri hann skrif-
aður í einhverja bók, ef hann
lærði ekki heima.
Þó var eitt verst af þessu
öllu. Það var, að við yrðum köll-
uð „pelabörn", meðan við vær-
um í fyrsta bekk.
Þetta voru meiri raunirnar, en
samt lögðum við út í þennan
ólgusjó. Og ég held, að flestum
hafi gengið vel að sætta sig við
bæði listana, lærdóminn og regl-
umar.
Svo fórum við í annan bekk.
Þá var meiri tilhlökkun en kvíði
að byrja um haustið.
Og það bezta af öllu er, að nú
erum við ekki kölluð „pelabörn"
lengur.
Við emm að byrja 3. veturinn
og ég vona, að hann gangi vel
eins og hinir.
Vm. í okt. 1957.
Ásta KristinscLóttir
III. bekk.
=SSSF=
Versti óvinurinn
Bakkus konungur er versti ó-
vinur mannkynsins. Hann hefur
„lagt marga að velli“, bæði unga
og gamla. Hann hefur lagt mörg
heimili í rústir. Flestir, sem leit-
að hafa á vald hans, má segja að
séu að meira eða minna leyti
andlegir aumingjar. Margir
karlmenn halda, að þeir verði
meiri menn, ef þeir neyta á-
fengis og sæki þangað kjark og
karlmennsku, en við, sem hötum
áfengi, okkur finnst þetta mesti
misskilningur.
Sem dæmi má taka heimili
nokkurt, þar sem bæði hjónin
drukku, og svo varð ósamkomu-
lag þeirra á milli. Að því kom,
að þau skildu og börnin urðu
eftir hjá móðurinni og hún
sinnti bæði bömunum og heimil-
inu illa, því að hún hélt áfram að
drekka. Börnin voru skilin eftir
ein heima á kvöldin (5 og 6 ára)
og urðu að hugsa um sig sjálf
á morgnana. Meðan móðirin