Blik - 01.05.1958, Blaðsíða 69
B L I K
67
smátjarnir, sem í er allheitt
brennisteinsvatn, sennilega 40—
50 stiga heitt.
Það, sem kom mér mest á ó-
vart í sambandi við þessa polia,
var það, að ofan í þeim lá fólk
í baði. Þarna lágu ístrubelgir
miklir og þéttholda matrónur,
og kváðust þau gera það í viss-
um tilgangi, sem ég hirði ekki
um að greina frá hér.
Umhverfi Landmannalauga
er þannig, að á aðra hönd er
svart og geysiúfið hraun, enda
er það talið eitt úfnasta hraun á
landi hér og villugjarnt mjög,
en á hinn bóginn eru víðáttu
miklir aurar meðfram Tungnaá.
Á víð og dreif eru snjóskafl-
ar, og notar ferðafólk þá til
þess að verja mjólk og önnur
matvæli skemmdum.
Hér stendur sterklegur og reisu-
iegur skáli, sem er eign Ferða-
félags Islands, og dvöldust
nokkrir aðrir ferðalangar í hon-
um um þetta sama leyti.
Eftir að hafa snætt hádegis-
verð, býst allur hópurinn til
gönguferðar eitthvað upp í
hraunið til þess að njóta útsýn-
isins. Sú för var sannarlega
ekki farin erindisleysu, því að
útsýnið var dásamlegt. Hekla
gnæfði lengst í vestri há og
tignarleg og skartaði að venju
hvítum faldi. Hvert sem litið
var, báru fjöllin í fjarska blá-
móðu himinsins.
Nú tók degi að halla, og er
húma tók, safnaðist hópurinn
í skálanum og tók tal saman.
Var þá skrafað hátt og hlegið
að mörgu, er fram var kastað.
Fast var liðið að miðnætti, er
skálinn tæmdist, og hélt þá
hver til síns heima, skreið ofan
í svefnpokann sinn og sofnaði
við léttan lækjarniðinn.
Guðni Alfreðsson
Landsprófsdeild.
Kristín og kisa
Kristín litla var með afbrigð-
um hræðslugjörn. Hún var
myrkfælin og hrædd við flest
dýr. Eitt af því sem hún hrædd-
ist mest, voru kettir, sem virt-
ust alltaf flækjast fyrir henni.
Það var eins og kettirnir fyndu
á sér, að hún hræddist þá og þeir
þyrftu þessvegna að erta hana
svolítið með nærveru sinni.
Svo var það kvöld eitt í logni
og glaða tunglskini, að pabbi
hennar og mamma ætluðu að fá
sér kvöldgöngu.
Mamma hennar tók til mjólk
og bita, áður en hún fór, og bað
Kristínu litlu að fá sér að drekka
og gefa litla bróður líka. Svo
áttu þau bæði að fara að hátta.
Þessu lofaði Kristín litla og
allt gekk vel. Hún slökkti ljósið
í eldhúsinu og fór inn í herberg-
ið sitt, sem var á neðri hæð og
bjóst til að fara að hátta. Hún