Blik - 01.05.1958, Blaðsíða 91
B L I K
89
Séra JES A. GÍSLASON:
Þótt mörg aldan þung og há
hafi brotnað á Eyjunum, þá mun
þó mega telja þá ölduna þyngsta,
sem féll yfir þær, þegar Tyrkir
fóru hér yfir dagana 16.—19.
júlí 1627, og munu þau hryðju-
verk, sem þeir unnu hér og á-
reiðanlegar heimildir eru fyrir,
seint gleymast öldnum ogóborn-
um. — Þeir saurguðu og sví-
virtu kirkjuna hér, Landakirkju,
sem stóð þá, þar sem eru kölluð
Fomu-Lönd, en nafninu Landa-
kirkja hefir kirkjan haldið síð-
an, þótt tvisvar hafi hún verið
sett annars staðar á síðari ár-
um.
Þegar Tyrkir höfðu saurgað
þann helga stað, lögðu þeir eld
í kirkjuna og brenndu til ösku.
Var þá kirkjulaust hér í 4 ár,
og kirkja ekki reist aftur fyrr
en 1631 í kirkjugarði þeim, sem
nú er notaður. Þeir líflétu annan
prestinn, sem hér var, göfug-
mennið séra Jón Þorsteinsson
sálmaskáld á Kirkjubæ, en tóku
hinn prestinn, séra Ólaf Egils-
son, höndum. Þann prest bundu
þeir á höndum og fótum og
lömdu svo miskunnarlaust, að
nærri lá lífláti. Þeir ætluðu með
þeirri barsmíð að fá hann til að
og gröf
séra Jóns
píslarvotts
afhenda þeim fé, sem þeir hugðu,
að hann hefði undir höndum, en
svo reyndist ekki. Séra Ólafur
kom hingað á næsta ári, eða 6
júlí 1628. Hann var sendur heim
í þeim tilgangi að afla f jár, sem
nota átti í lausnargjald fyrir
fangana, sem teknir höfðu verið
og fluttir til Algier. Sú söfnun
gekk illa. Þó munu um 30 fang-
anna hafa verið leystir út, og
komu þeir til landsins tíu árum
síðar eða 1637. 1 þeim hópi var
Ásta, síðari kona séra Ólafs Eg-
ilssonar. Séra Jón Þorsteinsson
píslarvottur var móðurbróðir
Ástu. Séra Jón var einnig lang-
afi Jóns biskups Vídalíns. Mar-
grét, móðir Jóns biskups, var
dóttir séra Þorsteins prests í
Holti undir Eyjafjöllum, sem
var sonur séra Jóns píslarvotts.
Séra Ólafur Egilsson gerðist