Blik - 01.05.1958, Blaðsíða 65
B L I K
63
var áliðið kvölds og orðið dimmt,
var ekki hægt að láta konuna
halda áfram inn eftir, því að
hún þurfti að vaða svo straum-
harða á á leiðinni og svo var
ekki víst, að hún myndi finna
sæluhúsið í myrkri. Varð húri
því um kyrrt hjá okkur, það sem
eftir var kvöldsins. Hún fékk
eitt tjaldið lánað. Það brá öli-
um mikið við að sjá konu á ferð
eina svona seint um sumar inni
í óbyggðum.
Það skal tekið fram, að þessi
kona var stúdent, og var að
kynna sér sögustaði Njálu.
RagnheiÖur Björgvinsdóttir
III. bekk bóknáms.
Hin illa fylgja
Jón gamli sat inni í litla her-
berginu sínu. Hann var eitthvað
þungur á brúnina þessa stund-
ina, gamli maðurinn. Enginn
vissi, hvað hann var að hugsa.
Tóbaksjárnið gekk óvenju títt
um tóbaksf jölina, milli þess sem
hann sópaði saman tóbakinu
rneð hálfkrepptri hendinni. Við
og við leit hann í áttina til dyr-
anna og það mátti sjá hálfgerða
grettu á andlitinu. Allt í einu
opnuðust dyrnar og þrír krakk-
ar komu inn. Þau voru vön að
koma til hans á kvöldin og láta
hann segja sér sögur.
„Hvað nú?“, sagði Jón gamli,
og leit til dyranna og brosti, en
það líktist þó fremur grettu en
brosi.
„Segðu okkur sögu,“ sögðu
börnin einum rómi.
„Nú man ég enga,“ anzaði
Jón.
„Jú, jú, þú hlýtur að kunna
einhverja jólasögu. Jólin eru
alveg að koma,“ sögðu börnin.
Jón gamli varð hugsi. Hann
horfði ofan í tóbakið og skar og
skar. Loksins leit hann upp.
„Setjizt þið þá þarna, greyin
mín, og verið þið róleg. Eg finn
kannske eitthvað handa ykkur,“
sagði hann og ræskti sig um
leið. „Hafið þið heyrt söguna af
honum Svarta-Pétri,“ sagði Jón
gamli og leit á börnin.
„Nei, segðu okkur hana,“
sögðu börnin og störðu á Jón
eins og hann væri einhver
undramaður.
„Jæja þá, ég skal reyna,“ anz-
aði Jón. „Fyrir mörgum árum
stóð hús hérna, þar sem þetta
hús stendur, eða ef til vill ein-
hversstaðar annarsstaðar, og í
því bjó maður, sem hét Pétur.
Hann átti konu og þrjú börn.
Eitt þeirra var nýfætt, þegar
sagan gerðist. Það fæddist sem
sagt daginn fyrir aðfangadag
jóla. Pétur var drykkjumaðui'.
Það kom oft fyrir, að hann lá í
ölæði í marga daga, en þess á
milli vann hann og var talinn
manna duglegastur, myndar-
legur var hann í útliti, ekki var
annað hægt að segja. En vegna