Blik - 01.05.1958, Blaðsíða 59
E L I K
57
Myndin til vinstri: KVÆÐAKÓR SKÓLANS 21. desember 1957. — Frá vinstri: María
Vilhjálmsdóttir, Edda Hermannsdóttir, Lilja Baldursdóttir, Magnea Magnúsdóttir,
Ragnheiður Björgvinsdóttir, Guðrún Jakobsdóttir, Guðrún Þorsteinsdóttir og Þorbjörg
Jónsdóttir. — / kvceðum þeim, sem námsmeyjar þessar lásu, minntust þœr sjómanna-
stéttarinnar, húsfreyjunnar, hins unga, tápmikla sveins og þokkasœlu meyjar, og fyrst
og siðast fósturjarðarinnar. — Myndin til hcegri: A ársfagnaði skólans léku nemendur
leikþáttinn „Brúðargjöfina", og er myndin af einu atriði þáttarins. Leikendur: Aðal-
steinn Sigurjónsson og Sigrún Þorsteinsdóttir.
lagði í það bylgjur með greiðu-
bakinu. „Naumast eru það fín-
heitin“, sagði móðir hans. Var
hann að halda sér til fyrir ein-
hverri? Hann roðnaði og var
afar vandræðalegur. Þurftu
menn endilega að vera í kvenna-
snatti, þó. að þeir byggju sig
upp á? Nei, hann ætlaði bara
fram að Hvammi. Þeir væru ný-
búnir að fá dráttarvél þar. Hann
langaði til að líta á hana.
Hann gekk rösklega úr hlaði.
Þegar bærinn var kominn í
hvarf, hægði hann gönguna,
því að stúlkan var komin í huga
hans.
Hún myndi standa á hlaðinu,
þegar hann kæmi, þrýsta hönd
hans og þakka fyrir síðast. Og
gluggar hússins fylltust af for-
vitnum andlitum.
Hann herti gönguna og bær-
inn kom í ljós, nýbyggður úr
steini með valmaþaki og háum
reykháfi, sem reykti drembilega
í himinblámann.
Hvað átti hann að segja, ef
hún kæmi ekki til dyra.
Hann kreppti hnefann og beit
á jaxlinn.
Árans kveif gat hann verið.
Feiminn, hálffullorðinn maður!
Auk þess trúlofaður. Jæja, það
varð þá að hafa það, þó að hann
yrði aulalegur. Hann gekk lot-
inn og uppburðarsmár heim að
bænum, knúði hurðina þrem
höggum skjálfandi og hélt niðri
í sér andanum. Húsbóndinn kom
til dyra, þybbinn miðaldra mað-
ur með vörtu á kinnbeininu og
mikið skegg.
„Góða veðrið í dag“, sögðu