Blik - 01.05.1958, Blaðsíða 53
B L I K
51
því að draga skyldi í happdrætt-
inu. Númerið á fyrsta vinningn-
um var lesið upp, og það var líka
sama númerið og stóð á miðan-
um hennar Maríu. Hún hreint og
beint flaug upp að pallinum til
þess að ná í hina langþráðu
brúðu.
Á eftir, þegar hún var búin að
skoða hana nægilega vel og dást
að henni, fór hún og sýndi
foreldrum sínrun og systkinum,
sem voru mjög undrandi. Ekki
minnkaði gleði hennar við það,
að lítil fátæk stúlka, sem hún
þekkti og vissi að átti enga
brúðu, hafði fengið þá næst fall-
egustu.
Um kvöldið, þegar hún var
komin upp í rúm með brúðuna í
fanginu, þakkaði hún Guði inni-
lega fyrir bænheyrsluna.
Saga þessi er sönn, og sagði
mamma mín mér hana.
Bryndís Brynjúlfsdóttir
Gagnfræðadeild.
Tryggðin var óbrigðul
Eftirfarandi saga gerðist
norður í Austur-Húnavatns-
sýslu, austustu byggð sýslunn-
ar. Afi minn og amma bjuggu
þar.
Á þeim tíma var tíðarháttur-
inn sá, að vinnumenn og bænda-
synir sóttu sjóróðra á vetrum
í verstöðvar sunnan lands, og
þótti frekar frami í því fólginn
að kynnast fólki í fjarlægum
landshlutum og sjá sig um.
Afráðið var, að föðurbróðir
minn færi suður á vertíð. Er í
ferðina átti að leggja, var mikill
snjór og færi hið erfiðasta. Tveir
piltar úr sveitinni vildu verða
samferða frænda mínum.
Þeir báru öll nauðsynlegustu
fötin, sem þeir gerðu ráð fyrir
að nota í þessari löngu f jarveru,
á bakinu í þar til gerðum pok-
um, er nefndust Helsingjapokar.
Voru þeir þannig útbúnir, að
gat var á miðjum pokanum og
fatnaðinum smeygt í sinn hvorn
enda. Höfðinu var síðan smeygt
í gegnum gatið á pokanum. Lágu
þá þyngslin bæði á baki og
brjósti. Þótti þetta þægilegt, ef
bera átti langar leiðir.
Á bænum var hundur, hvítur
að lit; þá orðinn nokkuð gamall
og að nokkru leyti óþarfur, því
að yngri hundar voru teknir við
starfi Fetils, en svo hét hundur-
inn.
Nú var sú ákvörðun tekin, að
frændi minn færi með Fetil suð-
ur til Borgarf jarðar, því að þar
hafði gengið hundapest, og því
vöntun þar á fjárhundum. Var
því hugmyndin sú, að frændi og
félagar hans létu Fetil þar upp
í næturgreiða.
Þeir félagar lögðu af stað og
höfðu hundinn með sér. Söknuð-
ur mikill ríkti meðal unga fólks-
ins á bænum, er gamli Fetill
L.